Hlaupadrottningarnar Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíka og Murielle Ahoure frá Bandaríkjunum hlupu báðar 100 metrana á 10,81 sekúndu á Demantamótaröðinni í Eugene í gærkvöldi. Þetta er besti tími ársins í 100 metra hlaupi kvenna.
Tyson Gay frá Bandaríkjunum sigraði 100 metra hlaup karla á tímanum 9,88 sekúndur. Hann skaut landa sínum Mike Rodgers og Kínverjanum Su Bingtian ref fyrir rass en þeir enduðu í 2. og 3. sæti.
Þá bar Ólympíumeistarinn Kirani James þægilegan sigur í 400 metra hlaupi karla en LaShawn Merritt þurfti að láta sér linda 2. sætið.
Fraser-Pryce og Ahoure hlupu á besta tíma ársins

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Fleiri fréttir
