Haas: Undirvagninn okkar betri en Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2015 22:30 Gene Haas er viss um að liðið hans muni koma inn í Formúlu 1 með látum. Vísir/Getty Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins. Haas F1 er í samstarfi við Dallara, þekktan ítalskan framleiðanda undirvagna. Haas segir að undirvagn liðsins sé hannaður með annarri nálgun en Ferrari notar. Haas viðurkennir að vissulega komi mikið af hlutum í bílinn frá Ferrari, enda liðin í tæknilegu samstarfi. „Töluvert af vélinni, gírkassinn og fjöðrunin mun koma frá Ferrari, en það er margt sem við gerum sjálf,“ sagði Haas í viðtali við Sky Sports. „Ég held að undirvagninn okkar verði töluvert ólíkur undirvagni Ferrari vegna þess að við erum að hanna þá í sitthvoru lagi. Við teljum að okkar undirvagn verði betri að vissu leyti vegna þess að við notum aðra nálgun en Ferrari og við teljum okkur hafa betri hönnun í höndunum,“ bætti Haas við. Liðseigandinn segir að það sé ekkert því til fyrirstöðu að nýja liðið geti orðið betra en Ferrari, hann telur jafnvel að Ferrari geti lært eitthvað af nýliðunum. „Ferrari fer hefðbundnari leiðir, þeir ætla að halda sig við það sem þeir hafa verið að gera lengi. Ég held að við getum unnið á þar,“ sagði Haas. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Mikilvægur mexíkóskur kappakstur Fyrsta Formúlu 1 keppnin í Mexíkó síðan árið 1992 fór fram um liðna helgi. Farið verður yfir allt það helsta frá helginni í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi. 4. nóvember 2015 16:00 Lucas di Grassi vann í Putrajaya Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji. 7. nóvember 2015 07:12 Magnussen: Ég myndi elska að aka fyrir Haas F1 Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins hefur sagt að hann "myndi elska að aka fyrir Haas“ að því gefnu að hann fái ekki sæti hjá McLaren á næsta ári. 15. september 2015 08:00 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins. Haas F1 er í samstarfi við Dallara, þekktan ítalskan framleiðanda undirvagna. Haas segir að undirvagn liðsins sé hannaður með annarri nálgun en Ferrari notar. Haas viðurkennir að vissulega komi mikið af hlutum í bílinn frá Ferrari, enda liðin í tæknilegu samstarfi. „Töluvert af vélinni, gírkassinn og fjöðrunin mun koma frá Ferrari, en það er margt sem við gerum sjálf,“ sagði Haas í viðtali við Sky Sports. „Ég held að undirvagninn okkar verði töluvert ólíkur undirvagni Ferrari vegna þess að við erum að hanna þá í sitthvoru lagi. Við teljum að okkar undirvagn verði betri að vissu leyti vegna þess að við notum aðra nálgun en Ferrari og við teljum okkur hafa betri hönnun í höndunum,“ bætti Haas við. Liðseigandinn segir að það sé ekkert því til fyrirstöðu að nýja liðið geti orðið betra en Ferrari, hann telur jafnvel að Ferrari geti lært eitthvað af nýliðunum. „Ferrari fer hefðbundnari leiðir, þeir ætla að halda sig við það sem þeir hafa verið að gera lengi. Ég held að við getum unnið á þar,“ sagði Haas.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Mikilvægur mexíkóskur kappakstur Fyrsta Formúlu 1 keppnin í Mexíkó síðan árið 1992 fór fram um liðna helgi. Farið verður yfir allt það helsta frá helginni í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi. 4. nóvember 2015 16:00 Lucas di Grassi vann í Putrajaya Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji. 7. nóvember 2015 07:12 Magnussen: Ég myndi elska að aka fyrir Haas F1 Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins hefur sagt að hann "myndi elska að aka fyrir Haas“ að því gefnu að hann fái ekki sæti hjá McLaren á næsta ári. 15. september 2015 08:00 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bílskúrinn: Mikilvægur mexíkóskur kappakstur Fyrsta Formúlu 1 keppnin í Mexíkó síðan árið 1992 fór fram um liðna helgi. Farið verður yfir allt það helsta frá helginni í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi. 4. nóvember 2015 16:00
Lucas di Grassi vann í Putrajaya Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji. 7. nóvember 2015 07:12
Magnussen: Ég myndi elska að aka fyrir Haas F1 Kevin Magnussen, fyrrum ökumaður McLaren liðsins hefur sagt að hann "myndi elska að aka fyrir Haas“ að því gefnu að hann fái ekki sæti hjá McLaren á næsta ári. 15. september 2015 08:00
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15