Íslenski boltinn

FH-ingar gerðu jafntefli við Vålerenga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið FH-inga í leiknum í dag.
Byrjunarlið FH-inga í leiknum í dag. Mynd/Fésbókarsíða stuðningsmanna FH
FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli í æfingaleik á móti norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga í dag en FH-liðið er í æfingaferð til Marbella á Spáni.

Atli Guðnason skoraði mark FH-liðsins í fyrri hálfleik en Norðmenn jöfnuðu úr vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Upplýsingar um gang leiksins eru frá fésbókarsíðu stuðningsmanna FH.

Atli Guðnason skoraði mark sitt með hnitmiðaðu skoti eftir að skot Jérémy Serwy hrökk til hans af varnarmanni Vålerenga.

Vålerenga fékk víti eftir að það var dæmd hendi á Guðmann Þórisson. Þá voru tuttugu mínútur eftir af leiknum.

Nýi maðurinn hjá FH, Senegalinn Amath André Diedhiou, kom inná sem varamaður eftir að Norðmennirnir jöfnuðu metin.

Þetta var fyrsti leikur FH af þremur í æfingaferðinni en þeir spila einnig við norska liðið Molde FK og finnska liðið SJK Seinäjoen.



Byrjunarlið FH í leiknum í dag:

Róbert Örn Óskarsson

Jonathan Hendrickx - Guðmann Þórisson - Kassim Doumbia - Böðvar Böðvarsson

Jérémy Serwy - Sam Hewson - Bjarni Þór Viðarsson - Þórarinn Ingi Valdimarsson

Atli Guðnason

Steven Lennon




Fleiri fréttir

Sjá meira


×