LeBron spilaði án hárbandsins en Cleveland vann samt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2015 07:30 LeBron James sýndi kollvikin og flott tilþrif í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu: NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu:
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira