Óopinber gögn Baldur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 12:00 Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun