Samfélag á leið í uppgjör Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun