Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2015 21:38 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. Ekki hafi verið ákveðið hvað gert verði við eignir bankans í miðbænum, en að menntastofnun myndi sóma sér vel á staðnum. Landsbankinn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áformin hafa verið gagnrýnd nokkuð harðlega, meðal annars um byggingin sé of kostnaðarsöm en áætlaður byggingarkostnaður er um 8 milljarðar króna. Þá hefur verið deilt um hvort 16.500 fermetra höfuðstöðvar banka þurfi að vera í hjarta borgarinnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, tekur ekki undir þær áhyggjur. „Nú er Landsbankinn, svona eftir fjárglæfralega snúninga, kominn í rauninni í eigu almennings í landinu. Þannig að mér finnst það alveg, út af fyrir sig, koma til greina að bankinn sé með höfuðstöðvar sínar hér í miðborginni,” segir Hjálmar. Hann segir að ef Landsbankinn myndi ekki byggja á reitnum myndi líklegast rísa þar ný hótelbygging. „Og þá er ég nú hræddur um að það yrði of mikið af hótelum inn á þessu svæði, og lundabúðum. Þannig að ég held að höfuðstöðvar Landsbankans, svo lengi sem það er staðið vel að verki, væru nú betri kostur,” segir Hjálmar. Í dag starfar Landsbankinn á 16 stöðum í höfuðborginni, en starfsemi bankans mun nánast öll færast undir eitt þak í nýju húsi. Af þessum 16 stöðum eru 12 eignir á besta stað í hjarta borgarinnar. Því vaknar spurningin – hvað verður gert við þessar eignir eftir að Landsbankinn hefur opnað nýjar höfuðstöðvar? „Ég held að hér ætti að vera einhver stofnun, menntastofnun, eða eitthvað slíkt í gamla húsinu. Að öðru leyti munu þeir auðvitað bara væntanlega leita eftir hæstu verðum þegar þar að kemur,” segir Hjálmar.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira