IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2015 15:54 Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Vísir/Ernir IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33