„Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 15:45 Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. Vísir/GVA Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut. Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut.
Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52