Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 14:52 Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson mættu í héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna málsins. Vísir/GVA Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38