Erlent

Kullman Five nýr formaður norsku Nóbelsnefndarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Thorbjørn Jagland ásamt Kaci Kullmann Five.
Thorbjørn Jagland ásamt Kaci Kullmann Five. Vísir/AFP
Kaci Kullmann Five, fyrrum formaður norska Hægriflokksins, er nýr formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. Aftenposten greinir frá þessu.

Norska Nóbelsnefndin velur handhafa Friðarverðlauna Nóbels.

Kullmann Five tekur við stöðunni af Thorbjørn Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins, sem tók við stöðunni árið 2009.

Kullmann Five gegndi formennsku í Hægiflokknum á árunum 1991 til 1994. Erna Solberg forsætisráðherra er núverandi leiðtogi Hægriflokksins.

Kullmann Five var fyrst kjörin á þing árið 1981 og sat til ársins 1997.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×