Segir mikið af fíkniefnum í umferð á Vogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 11:19 Aðalsteinn braut reglurnar á Vogi þegar hann neytti rítalíns þar á meðan hann var í meðferð. Vísir/Stefán/Einar Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira