Er hamingjusamasti Hannes í heimi Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2015 10:46 Hannes er hamingjusamur og það sem meira er, til eru rannsóknir sem skýra hamingju hans. Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira