Íbúar Tíkrit óttast átökin guðsteinn bjarnason skrifar 3. mars 2015 07:45 Á leið til Tíkrit. Um þrjátíu þúsund manna herlið hyggst hrekja vígasveitir Íslamska ríkisins frá borginni. fréttablaðið/EPA Um 30 þúsund manna lið íraskra hermanna og stuðningsmanna þeirra er byrjað að herja á liðsmenn Íslamska ríkisins í borginni Tikrit í von um að ná henni aftur úr höndum þeirra. Tíkrit er heimaborg Saddams Hussein. Vígamenn Íslamska ríkisins náðu henni á sitt vald í júní á síðasta ári. Þar hafa búið um 250 þúsund manns, en ekki er vitað hve mörgum hefur tekist að flýja undan ofríki vígasveitanna. Þetta er ein stærsta borgin sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa náð á sitt vald. Herinn ætlar að senda 27 þúsund manns en að auki eru um 3.500 herskáir sjía-múslimar sagðir ætla að taka þátt í hernaðinum gegn Íslamska ríkinu. Bandaríkin og fleiri ríki hyggjast styrkja aðgerðirnar með loftárásum. „Markmið okkar er að frelsa fólk undan þessum hryðjuverkahópum,“ sagði Haidar al Abadi, forsætisráðherra Íraks, á sunnudaginn og lagði á það sérstaka áherslu að vernda þyrfti almenna borgara og hús í Tíkrit. Fregnir hafa borist af því að íbúar í Tíkrit og nágrenni óttist yfirvofandi átök um borgina og séu þegar byrjaðir að forða sér til norðurs og austurs. Bandaríkin kynntu nýlega áform um að ná borginni Mosúl, sem er nokkru norðar, úr höndum Íslamska ríkisins með tilstyrk bæði íraska hersins og liðsmanna Kúrdasveita. Þetta myndi gerast í apríl eða í maí, væntanlega í framhaldi af þessum átökum um Tíkrit sem nú eru að hefjast. Það virðist því ljóst að langvarandi stríðsátök séu að hefjast við vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Í gær hvatti Nickolaí Mladenov, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, alla þátttakendur í þessum átökum til þess að gæta sérstaklega að öryggi almennra borgara. Þegar liðsmenn Íslamska ríkisins náðu á sitt vald stórum svæðum í vestanverðu Írak á síðasta ári flúðu íraskir hermenn unnvörpum miskunnarleysi innrásarliðsins og skildu víða eftir vopn sín og búnað. Íbúarnir í þessum hluta Íraks eru flestir súnní-múslimar en stjórnin í Bagdad er að mestu í höndum sjía-múslima, sem njóta stuðnings frá Íran. Íraski herinn hefur áður reynt nokkrum sinnum að ná Tíkrit úr höndum Íslamska ríkisins, en án árangurs. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Um 30 þúsund manna lið íraskra hermanna og stuðningsmanna þeirra er byrjað að herja á liðsmenn Íslamska ríkisins í borginni Tikrit í von um að ná henni aftur úr höndum þeirra. Tíkrit er heimaborg Saddams Hussein. Vígamenn Íslamska ríkisins náðu henni á sitt vald í júní á síðasta ári. Þar hafa búið um 250 þúsund manns, en ekki er vitað hve mörgum hefur tekist að flýja undan ofríki vígasveitanna. Þetta er ein stærsta borgin sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa náð á sitt vald. Herinn ætlar að senda 27 þúsund manns en að auki eru um 3.500 herskáir sjía-múslimar sagðir ætla að taka þátt í hernaðinum gegn Íslamska ríkinu. Bandaríkin og fleiri ríki hyggjast styrkja aðgerðirnar með loftárásum. „Markmið okkar er að frelsa fólk undan þessum hryðjuverkahópum,“ sagði Haidar al Abadi, forsætisráðherra Íraks, á sunnudaginn og lagði á það sérstaka áherslu að vernda þyrfti almenna borgara og hús í Tíkrit. Fregnir hafa borist af því að íbúar í Tíkrit og nágrenni óttist yfirvofandi átök um borgina og séu þegar byrjaðir að forða sér til norðurs og austurs. Bandaríkin kynntu nýlega áform um að ná borginni Mosúl, sem er nokkru norðar, úr höndum Íslamska ríkisins með tilstyrk bæði íraska hersins og liðsmanna Kúrdasveita. Þetta myndi gerast í apríl eða í maí, væntanlega í framhaldi af þessum átökum um Tíkrit sem nú eru að hefjast. Það virðist því ljóst að langvarandi stríðsátök séu að hefjast við vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Í gær hvatti Nickolaí Mladenov, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, alla þátttakendur í þessum átökum til þess að gæta sérstaklega að öryggi almennra borgara. Þegar liðsmenn Íslamska ríkisins náðu á sitt vald stórum svæðum í vestanverðu Írak á síðasta ári flúðu íraskir hermenn unnvörpum miskunnarleysi innrásarliðsins og skildu víða eftir vopn sín og búnað. Íbúarnir í þessum hluta Íraks eru flestir súnní-múslimar en stjórnin í Bagdad er að mestu í höndum sjía-múslima, sem njóta stuðnings frá Íran. Íraski herinn hefur áður reynt nokkrum sinnum að ná Tíkrit úr höndum Íslamska ríkisins, en án árangurs.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira