Lífið

Drake orðinn jafn Bítlunum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vinsæll Drake hefur notið vinsælda frá því að fyrsta lag hans komst á lista Billboard, árið 2009.
Vinsæll Drake hefur notið vinsælda frá því að fyrsta lag hans komst á lista Billboard, árið 2009. vísir/getty
Kanadíska rappstjarnan Drake hefur nú jafnað met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake á nú fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir Drakes eru því orðnar sögulegar.

Tíu af þessum fjórtán lögum má finna á plötu rapparans If You're Reading This It's Too Late en hin fjögur lögin eru á plötum annarra listamanna. Vinsældir Drakes þykja ákaflega sérstakar í ljósi þess að rétt rúmlega fimm ár eru síðan fyrsta lagið eftir hann komst á lista Bilboard, en það var lagið Best I've Ever Had.


Tengdar fréttir

Tveir af helstu kyndilberum rappsins gefa út nýjar plötur

Big Sean og Drake gáfu báðir út plötur í mánuðinum. Drake er sagður standa í útistöðum við plötufyrirtækið sem hann er á samningi hjá og setti plötuna sína beint á netið, öllum að óvörum. Plata Big Sean kom út í vikunni og hefur fengið fína dóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.