Bíó og sjónvarp

Blóðberg heillar Bandaríkjamenn

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan.
Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan.
Íslenska kvikmyndin Blóðberg verður endurgerð sem sjónvarpssería í Bandaríkjunum, ef allt gengur eftir. Umboðsskrifstofan ICM Partners kom að máli við framleiðendurna, Vesturport, vegna myndarinnar eftir kvikmyndahátíðina í Gautaborg, þar sem myndin var sýnd sem verk í vinnslu.

Heilluðust þeir af sögunni og vinna nú að því að finna handritshöfund að sjónvarpsseríunni. Blóðberg verður frumsýnd á Stöð 2 um páskana og fer svo eftir það í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Það má því með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan hjá Vesturporti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.