Heiður að spila einleik á hátíðartónleikunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2015 13:00 Einleikararnir Lilja og Ásta Kristín ætla að taka því rólega í dag og undirbúa sig andlega undir kvöldið. „Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spilar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Cardew, 16 ára, á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofnaður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnisskránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Báðar sigruðu í einleikarakeppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tónlistarnámið því þær stunda báðar fjarnám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Kristín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tónlistina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvöldsins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ognibene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira