Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Kristinn Steinn Traustason skrifar 3. mars 2015 00:00 Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum.
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun