Landflótti eykst á ný Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2015 18:45 Fólksflótti frá Íslandi er að aukast á ný. Þetta sýna tölur Hagstofunnar. Verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun segir suma vera að flýja ástandið hér heima en uppbókað er í námskeið sem kennir fólki að flytja til Norðurlanda. Þúsundir Íslendinga fluttu til útlanda á árunum í kringum hrun meðal annars útaf ástandinu á vinnumarkaði en á tímabili mældist atvinnuleysi um tíu prósent. Tæplega ellefu þúsund Íslendingar hafa flutt til útlanda frá aldamótum sé horft á fjölda brottfluttra umfram aðflutta. Verulega dró úr landflótta á árinu 2013 en hann jókst ný í fyrra þegar 760 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu en til þess. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var talan komin upp í 370 samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í dag. Vinnumálastofnun aðstoðar fólk sem vill finna atvinnu í útlöndum en Þóra Ágústsdóttir verkefnastjóri hjá stofnuninni segir að um sé að ræða fólk á öllum aldri. „Það var ofboðslega mikil aukning fyrst eftir hrun 2009 og 2010. Svo hefur þetta minnkað en þetta er orðið nokkuð stöðugt núna og er búið að vera í nokkur ár,“ segir Þóra. Flestir eru að leita eftir vinnu í Noregi en þar á eftir kemur Danmörk og Svíþjóð. Þóra segir að fólk nefni ýmsar ástæður fyrir því afhverju það kýs að flytja til útlanda. „Sumir segja að þeir séu einfaldlega að gefast upp, finnst þetta of erfitt. Aðrir eru með ævintýraþrá og vilja bara breyta til,“ segir Þóra. Vinnumálastofnun hefur í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi boðið upp á námskeið fyrir fólk sem vill flytja til Norðurlanda. Uppbókað var á námskeið sem var haldið í dag og um fimmtán manns á biðlista. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fólksflótti frá Íslandi er að aukast á ný. Þetta sýna tölur Hagstofunnar. Verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun segir suma vera að flýja ástandið hér heima en uppbókað er í námskeið sem kennir fólki að flytja til Norðurlanda. Þúsundir Íslendinga fluttu til útlanda á árunum í kringum hrun meðal annars útaf ástandinu á vinnumarkaði en á tímabili mældist atvinnuleysi um tíu prósent. Tæplega ellefu þúsund Íslendingar hafa flutt til útlanda frá aldamótum sé horft á fjölda brottfluttra umfram aðflutta. Verulega dró úr landflótta á árinu 2013 en hann jókst ný í fyrra þegar 760 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu en til þess. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var talan komin upp í 370 samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í dag. Vinnumálastofnun aðstoðar fólk sem vill finna atvinnu í útlöndum en Þóra Ágústsdóttir verkefnastjóri hjá stofnuninni segir að um sé að ræða fólk á öllum aldri. „Það var ofboðslega mikil aukning fyrst eftir hrun 2009 og 2010. Svo hefur þetta minnkað en þetta er orðið nokkuð stöðugt núna og er búið að vera í nokkur ár,“ segir Þóra. Flestir eru að leita eftir vinnu í Noregi en þar á eftir kemur Danmörk og Svíþjóð. Þóra segir að fólk nefni ýmsar ástæður fyrir því afhverju það kýs að flytja til útlanda. „Sumir segja að þeir séu einfaldlega að gefast upp, finnst þetta of erfitt. Aðrir eru með ævintýraþrá og vilja bara breyta til,“ segir Þóra. Vinnumálastofnun hefur í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi boðið upp á námskeið fyrir fólk sem vill flytja til Norðurlanda. Uppbókað var á námskeið sem var haldið í dag og um fimmtán manns á biðlista.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira