Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 11. maí 2015 17:06 Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum. vísir/ernir Haukar eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum Olísdeildar karla í kvöld. Þar með unnu Haukar úrslitarimmuna, 3-0, og sópuðu þar með andstæðingum sínum úr leik - rétt eins og í undanúrslitum sem og 8-liða úrslitum. Haukar unnu því alla átta leiki sína í úrslitakeppninni sem er met. Haukar, sem urðu í fimmta sæti deildarkeppninnar, náðu ekki að fylgja eftir deildarmeistaratitli sínum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það nú. Liðið spilað frábærlega alla úrslitakeppnina og var einfaldlega langbesta liðið. Þetta er því kjörin kveðjugjöf fyrir Patrek Jóhannesson, þjálfara liðsins, sem lætur af störfum í sumar. Hann skilaði þeim stóra í hús. Eftir jafnan leik framan af skildu leiðir þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Haukar skelltu í lás í vörninni og fengu Giedrius Morkunas í gang í markinu og þá var ekki að spyrja að niðurstöðunni. Ungt lið Aftureldingar, sem var nýliði í deildinni, hafði misst lykilmann í meiðsli á lokaspretti tímabilsins og mátti ekki við slíkum skakkaföllum. Það náði ekki að halda haus þegar mest á reyndi gegn sterku liði Hauka, sem tryggðu sér í kvöld sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. Hvorugu liði tókst að skora fyrstu mínúturnar en Haukarnir voru fyrri til að stilla strengina í sóknarleik sínum. Framan af leik gekk Mosfellingum illa að finna taktinn og reyndu ítrekað að þvinga boltanum á Ágúst Birgisson á línunni án mikils árangurs. Þetta notfærðu Haukarnir sér. Gestirnir komust inn í línusendingar Mosfellinga nokkrum sinnu og fengu ódýr hraðaupphlaupsmörk fyrir vikið. Það var dýrt fyrir heimamenn, sérstaklega þar sem þeir voru að spila ágæta vörn gegn uppstilltum sóknarleik. Einar Andri Einarsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik og náði að laga sóknarleik sinna manna. Eftir það var allt annað að sjá til þeirra. Afturelding kom sér aftur inn í leikinn og tók svo forystuna í fyrsta sinn í leiknum með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn af fínum krafti og aftur virtust Mosfellingar þurfa nokkrar mínútur til að ná almennilega áttum. Það tókst þó með því að ná upp sömu grimmd í varnarleikinn og einkenndi leik liðsins í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar náðu aftur undirtökunum um miðjan síðari hálfleikinn. Tjörvi Þorgeirsson og Adam Haukur Baumruk skiluðu afar dýrmætum mörkum en á meðan áttu heimamenn aftur erfitt með að finna svar gegn 6-0 vörn Hauka. Giedrius Morkunas datt um leið í gang og áður en langt um leið náðu Haukar fjögurra marka forystu og ellefu mínútur til leiksloka. Mosfellingar náðu ekki að halda haus á lokakafla leiksins og leikur þeirra molnaði, hægt og rólega. Fjarvera Jóhanns Gunnars Einarsson hafði vitanlega mikil áhrif enda afar dýrmætt vopn í liði Aftureldingar. Skyttur Aftureldingar náðu sér ekki á strik í kvöld og skotnýting liðsins eftir því. Haukar eru með sigurhefðina í sínu liði og stigu upp þegar þess var þörf í kvöld. Markaskorun dreifðist vel á milli manna en öflugur varnarleikur og vel útfærður sóknarleikur síðustu mínúturnar færðu Haukum sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá Haukum en þeir Jón Þorbjörn og Matthías Árni fóru fyrir góðum varnarleik Hafnfirðinga, auk þess að Morkunas gerði sitt að venju og gott betur. Elías Már Halldórsson nýtti færin sín einstaklega vel og skoraði síðasta mark sinna manna í leiknum, gegn sínu gömlu sveitungum úr Mosfellsbæ.Heimir Óli Heimisson fagnar með stuðningsmönnum Hauka.vísir/ernirEinar Andri: Veturinn var góður Þjálfari Aftureldingar segir svekkjandi að hafa ekki náð að vinna leik í úrslitarimmunni gegn Haukum en að hann sé þó stoltur af sínum mönnum. „Við spiluðum frábærlega á löngum köflum í kvöld, sérstaklega frá fimmtándu mínútu fram í miðjan seinni hálfleik. Á þeim kafla fengum við tækifæri til að koma okkur í betri stöðu en við gerðum okkur seka um slæm mistök sem voru dýrkeypt.“ „Það er svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja þessum góða kafla eftir og tryggja okkur annan leik. Það er afar svekkjandi að hafa tapað einvíginu 3-0 en staðreyndin er einfaldlega sú að við misstum að mínu mati besta leikmann Íslandsmótsins [Jóhann Gunnar Einarsson] úr liðinu vegna meiðsla.“ „Við áttum að geta gert betur en við þurftum að breyta ansi miklu í okkar leik og náðum því miður ekki að yfirfæra það sem við vildum nógu vel. Spennustigið var svo hátt, sérstaklega hjá ungu leikmönnunum okkar sem eru að stíga svo stór skref í fyrsta skipti á ferlinum.“ „Það þýðir þó ekki að dvelja við það. Ég held að það væri hrokafullt af mér að segja að ég væri ekki ánægður með veturinn. Við vorum einu stigi frá deildarmeistaratitlinum, unnu Íslandsmeistarana í 8-liða úrslitum og slógum svo reynslumikið lið ÍR úr leik í undanúrslitum.“ „Veturinn er frábær ef maður pínir sig í að skoða hann núna. Ég held að enginn hafi búist við þessu af ungu liði Aftureldingar og er ég stoltur af mínu liði. Það er frábær umgjörð í kringum liðið - frábær stjórn og stuðningsmenn. Stjórnin á gríðarmikið hrós skilið fyrir sitt framlag.“ Einar Andri reiknar með því að halda sínu bestu mönnum og mæta enn sterkari til leiks á næsta tímabili. „Ég held að við séum nokkurn veginn tilbúnir til að vera með sama hóp leikmanna og vonandi getum við styrkt liðið okkar enn betur fyrir næsta tímabil.“Patrekur: Átti ekki von á þessu Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana. „Ég átti nú ekki von á að því að vinna alla leikina í úrslitakeppninni, þó svo að maður fari í hvern leik til að vinna andstæðinginn,“ sagði Patrekur. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru núna. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segir að það komi margt til sem stuðli að velgengni liðsins í úrslitakeppninni. Hann segir mikilvægt að menn hafi aldrei farið á taugum. „Það voru meiðsli og annað sem hefðu getað slegið okkur út af laginu. En svo skipti bara heilmiklu máli að klæðast þessari rauðu Haukatreyju. Við þurftum bara ákveðinn tíma til að stilla strengina eftir erfitt haust og við urðum mjög þéttir eftir áramót.“ „Við erum svo með frábæran formann, Þorgeir Haraldsson, sem á stóran þátt í því hvernig þessi handboltaklúbbur er hjá Haukum.“ Patrekur var nánast búinn að nota öll lýsingarorð sem hægt er um markvörðinn Giedrius Morkunas, sem hefur verið stórbrotinn í úrslitakeppninni og afgreitt marga leiki nánast upp á sitt einsdæmi. „Ég endurtek mig bara - þeir sem sinna þessu geta orðið sigurvegarar. Nú erum við sigurvegarar í dag og Giedrius á þátt í því. Hann er frábær einstaklingur og frábær markvörður.“ „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð.“Elías Már: Sé ekki eftir ákvörðuninni „Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið - að fara aftur í Hauka um áramótin,“ sagði Elías Már Halldórsson sem var frábær í liði Hauka í kvöld. Hann hóf tímabilið á Akureyri en ákvað svo að skipta aftur yfir. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Elías Már er uppalinn Mosfellingur en segir að það skipti engu máli í kvöld. „Eftir síðustu tvö ár var hungrið sérstaklega mikið hjá okkur að klára þetta hér í kvöld. Það var þó ekki auðvelt enda Afturelding með frábært lið.“ „Við fengum einhvera orkulega síðasta korterið og það var hrikalega gott að hafa klárað þetta. Við erum að toppa á réttum tíma hér í vor og það er margt að falla með okkur í úrslitakeppninni. Það er kannski eitthvað sem þarf til að verða meistari. Þessi titill er afar sérstakur.“Patrekur Jóhannesson ásamt lærisveinum sínum, Árna Steini Steinþórssyni og Jóni Þorbirni Jóhannssyni.vísir/ernirTjörvi Þorgeirsson: Við vissum alveg hvað við gátum og stefndum allan tímann á titilinn Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, var í skýjunum þegar blaðamaður náði af honum tali eftir leik, andartaki áður en hann fór upp á pall til að taka við Íslandsmeistarabikarnum. Hann sagðist ekki hafa búist við því fyrir úrslitakeppnina að Haukar myndu vinna úrslita einvígi 3-0. "En við fundum strax á móti FH að við vorum að spila vel. Við vorum að æfa vel og við vissum að ef við myndum gera okkar á vellinum, þá myndi enginn stoppa okkur og að við myndum klára þetta," sagði Tjörvi og bætti við að ef til vill hafi það gefið ranga mynd af stöðu liðsins að það hafi endað í 5. sæti deildarinnar. "Það gaf klárlega ranga mynd. Það er leiðinlegt að vera að afsaka en fyrir áramót voru smá meiðsli í hópnum. Æfingarnar voru góðar en við náðum ekki að flytja það yfir í leikina. Við náðum því strax eftir áramót. Við vissum alveg hvað við gátum og stefndum allan tímann á titilinn þó við værum í 5. sæti," sagði Tjörvi. En hvað gerði útslagið í þessum leik að mati Tjörva? "Mér fannst við spila aðeins betri sóknarleik í dag en í hinum tveimur leikjunum. Ef við hefðum nýtt færin betur, þá hefðum við sjálfsagt verið í 30 mörkum. Davíð er bara góður markmaður og Afturelding er með frábæra vörn. Við einblíndum svolítið á sóknarleikinn. Við vissum að vörnin yrði fín og það virkaði í dag," sagði Tjörvi að lokum.Janus Daði Smárason: Sýndum að við erum nokkuð ágætir þegar mest á reynir "Þetta var dálítið klafs og við gerðum svolítið mikið af tæknimistökum í fyrri hálfleik sem þeir refsa með hraðaupphlaupum. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð vel en mér fannst við bæta okkur þegar leið á leikinn og sýndum að við erum nokkuð ágætir þegar mest á reynir," sagði glaður Janus Daði Smárason að leik loknum. Janus Daði sagði að Haukar hafi einblínt á að taka einn leik fyrir í einu, að sjálfsögðu stefnt að sigri og ef það tækist færi liðið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. "Þetta gekk eftir og við kvörtum ekki. Afturelding eru nýliðar en ég held að hungrið hafi sagt til sín hjá okkur. Við mættum aftur í úrslit, fullt af fólki að hvetja okkur og við gátum ekki tapað, sagði Janus Daði rétt áður en hann veitti gullverðlaunum viðtöku.Örn Ingi Bjarkason: Við náðum að gera það og við náðum að skemmta okkur og skemmta áhorfendum Örn Ingi Bjarkason, leikmaður Aftureldingar, var að vonum dapur í bragði að leik loknum. Afturelding endaði í 2. sæti deildarinnar en tapaði 3-0 í þessu úrslitaeinvígi við Hauka. "Stemningin er frekar súr. Þetta er ekki eins og við vildum enda þetta tímabil. Mér fannst við gera okkar best, það var barátta, það var ákveðni í liðinu en við vorum sjálfum okkur verstir. Við vorum klaufar að klúðra dauðafærum og köstum boltanum alltof oft frá okkur," sagði Örn Ingi en bætti við að Aftureldingarliðið myndi læra af þessu tímabili. "Við verðum að gera betur en þetta en við komum sterkari tilbaka. Við lærum klárlega að þessu og við komum tvíefldir tilbaka. Við vitum hvað við klikkuðum á að gera, munum fara yfir það og læra af þessu tímabili," sagði Örn Ingi. "Fyrir tímabilið ætluðum við bara að taka eitt skref í einu. Við höfðum fulla trú á okkur, vissum að við værum með hörkuhóp. Þó að enginn hafi haft trú á okkur í byrjun, þá sýndum við með ákveðinni stemningu og baráttu að við værum mættir til að vinna leiki. Við náðum að gera það og við náðum að skemmta okkur og skemmta áhorfendum í vetur. Þannig að þetta var bara ágætis tímabil þrátt fyrir að enda svona illa," sagði Örn Ingi að lokum.vísir/ernir Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Haukar eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum Olísdeildar karla í kvöld. Þar með unnu Haukar úrslitarimmuna, 3-0, og sópuðu þar með andstæðingum sínum úr leik - rétt eins og í undanúrslitum sem og 8-liða úrslitum. Haukar unnu því alla átta leiki sína í úrslitakeppninni sem er met. Haukar, sem urðu í fimmta sæti deildarkeppninnar, náðu ekki að fylgja eftir deildarmeistaratitli sínum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það nú. Liðið spilað frábærlega alla úrslitakeppnina og var einfaldlega langbesta liðið. Þetta er því kjörin kveðjugjöf fyrir Patrek Jóhannesson, þjálfara liðsins, sem lætur af störfum í sumar. Hann skilaði þeim stóra í hús. Eftir jafnan leik framan af skildu leiðir þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Haukar skelltu í lás í vörninni og fengu Giedrius Morkunas í gang í markinu og þá var ekki að spyrja að niðurstöðunni. Ungt lið Aftureldingar, sem var nýliði í deildinni, hafði misst lykilmann í meiðsli á lokaspretti tímabilsins og mátti ekki við slíkum skakkaföllum. Það náði ekki að halda haus þegar mest á reyndi gegn sterku liði Hauka, sem tryggðu sér í kvöld sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. Hvorugu liði tókst að skora fyrstu mínúturnar en Haukarnir voru fyrri til að stilla strengina í sóknarleik sínum. Framan af leik gekk Mosfellingum illa að finna taktinn og reyndu ítrekað að þvinga boltanum á Ágúst Birgisson á línunni án mikils árangurs. Þetta notfærðu Haukarnir sér. Gestirnir komust inn í línusendingar Mosfellinga nokkrum sinnu og fengu ódýr hraðaupphlaupsmörk fyrir vikið. Það var dýrt fyrir heimamenn, sérstaklega þar sem þeir voru að spila ágæta vörn gegn uppstilltum sóknarleik. Einar Andri Einarsson tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik og náði að laga sóknarleik sinna manna. Eftir það var allt annað að sjá til þeirra. Afturelding kom sér aftur inn í leikinn og tók svo forystuna í fyrsta sinn í leiknum með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn af fínum krafti og aftur virtust Mosfellingar þurfa nokkrar mínútur til að ná almennilega áttum. Það tókst þó með því að ná upp sömu grimmd í varnarleikinn og einkenndi leik liðsins í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar náðu aftur undirtökunum um miðjan síðari hálfleikinn. Tjörvi Þorgeirsson og Adam Haukur Baumruk skiluðu afar dýrmætum mörkum en á meðan áttu heimamenn aftur erfitt með að finna svar gegn 6-0 vörn Hauka. Giedrius Morkunas datt um leið í gang og áður en langt um leið náðu Haukar fjögurra marka forystu og ellefu mínútur til leiksloka. Mosfellingar náðu ekki að halda haus á lokakafla leiksins og leikur þeirra molnaði, hægt og rólega. Fjarvera Jóhanns Gunnars Einarsson hafði vitanlega mikil áhrif enda afar dýrmætt vopn í liði Aftureldingar. Skyttur Aftureldingar náðu sér ekki á strik í kvöld og skotnýting liðsins eftir því. Haukar eru með sigurhefðina í sínu liði og stigu upp þegar þess var þörf í kvöld. Markaskorun dreifðist vel á milli manna en öflugur varnarleikur og vel útfærður sóknarleikur síðustu mínúturnar færðu Haukum sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá Haukum en þeir Jón Þorbjörn og Matthías Árni fóru fyrir góðum varnarleik Hafnfirðinga, auk þess að Morkunas gerði sitt að venju og gott betur. Elías Már Halldórsson nýtti færin sín einstaklega vel og skoraði síðasta mark sinna manna í leiknum, gegn sínu gömlu sveitungum úr Mosfellsbæ.Heimir Óli Heimisson fagnar með stuðningsmönnum Hauka.vísir/ernirEinar Andri: Veturinn var góður Þjálfari Aftureldingar segir svekkjandi að hafa ekki náð að vinna leik í úrslitarimmunni gegn Haukum en að hann sé þó stoltur af sínum mönnum. „Við spiluðum frábærlega á löngum köflum í kvöld, sérstaklega frá fimmtándu mínútu fram í miðjan seinni hálfleik. Á þeim kafla fengum við tækifæri til að koma okkur í betri stöðu en við gerðum okkur seka um slæm mistök sem voru dýrkeypt.“ „Það er svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja þessum góða kafla eftir og tryggja okkur annan leik. Það er afar svekkjandi að hafa tapað einvíginu 3-0 en staðreyndin er einfaldlega sú að við misstum að mínu mati besta leikmann Íslandsmótsins [Jóhann Gunnar Einarsson] úr liðinu vegna meiðsla.“ „Við áttum að geta gert betur en við þurftum að breyta ansi miklu í okkar leik og náðum því miður ekki að yfirfæra það sem við vildum nógu vel. Spennustigið var svo hátt, sérstaklega hjá ungu leikmönnunum okkar sem eru að stíga svo stór skref í fyrsta skipti á ferlinum.“ „Það þýðir þó ekki að dvelja við það. Ég held að það væri hrokafullt af mér að segja að ég væri ekki ánægður með veturinn. Við vorum einu stigi frá deildarmeistaratitlinum, unnu Íslandsmeistarana í 8-liða úrslitum og slógum svo reynslumikið lið ÍR úr leik í undanúrslitum.“ „Veturinn er frábær ef maður pínir sig í að skoða hann núna. Ég held að enginn hafi búist við þessu af ungu liði Aftureldingar og er ég stoltur af mínu liði. Það er frábær umgjörð í kringum liðið - frábær stjórn og stuðningsmenn. Stjórnin á gríðarmikið hrós skilið fyrir sitt framlag.“ Einar Andri reiknar með því að halda sínu bestu mönnum og mæta enn sterkari til leiks á næsta tímabili. „Ég held að við séum nokkurn veginn tilbúnir til að vera með sama hóp leikmanna og vonandi getum við styrkt liðið okkar enn betur fyrir næsta tímabil.“Patrekur: Átti ekki von á þessu Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana. „Ég átti nú ekki von á að því að vinna alla leikina í úrslitakeppninni, þó svo að maður fari í hvern leik til að vinna andstæðinginn,“ sagði Patrekur. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru núna. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segir að það komi margt til sem stuðli að velgengni liðsins í úrslitakeppninni. Hann segir mikilvægt að menn hafi aldrei farið á taugum. „Það voru meiðsli og annað sem hefðu getað slegið okkur út af laginu. En svo skipti bara heilmiklu máli að klæðast þessari rauðu Haukatreyju. Við þurftum bara ákveðinn tíma til að stilla strengina eftir erfitt haust og við urðum mjög þéttir eftir áramót.“ „Við erum svo með frábæran formann, Þorgeir Haraldsson, sem á stóran þátt í því hvernig þessi handboltaklúbbur er hjá Haukum.“ Patrekur var nánast búinn að nota öll lýsingarorð sem hægt er um markvörðinn Giedrius Morkunas, sem hefur verið stórbrotinn í úrslitakeppninni og afgreitt marga leiki nánast upp á sitt einsdæmi. „Ég endurtek mig bara - þeir sem sinna þessu geta orðið sigurvegarar. Nú erum við sigurvegarar í dag og Giedrius á þátt í því. Hann er frábær einstaklingur og frábær markvörður.“ „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð.“Elías Már: Sé ekki eftir ákvörðuninni „Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið - að fara aftur í Hauka um áramótin,“ sagði Elías Már Halldórsson sem var frábær í liði Hauka í kvöld. Hann hóf tímabilið á Akureyri en ákvað svo að skipta aftur yfir. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Elías Már er uppalinn Mosfellingur en segir að það skipti engu máli í kvöld. „Eftir síðustu tvö ár var hungrið sérstaklega mikið hjá okkur að klára þetta hér í kvöld. Það var þó ekki auðvelt enda Afturelding með frábært lið.“ „Við fengum einhvera orkulega síðasta korterið og það var hrikalega gott að hafa klárað þetta. Við erum að toppa á réttum tíma hér í vor og það er margt að falla með okkur í úrslitakeppninni. Það er kannski eitthvað sem þarf til að verða meistari. Þessi titill er afar sérstakur.“Patrekur Jóhannesson ásamt lærisveinum sínum, Árna Steini Steinþórssyni og Jóni Þorbirni Jóhannssyni.vísir/ernirTjörvi Þorgeirsson: Við vissum alveg hvað við gátum og stefndum allan tímann á titilinn Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, var í skýjunum þegar blaðamaður náði af honum tali eftir leik, andartaki áður en hann fór upp á pall til að taka við Íslandsmeistarabikarnum. Hann sagðist ekki hafa búist við því fyrir úrslitakeppnina að Haukar myndu vinna úrslita einvígi 3-0. "En við fundum strax á móti FH að við vorum að spila vel. Við vorum að æfa vel og við vissum að ef við myndum gera okkar á vellinum, þá myndi enginn stoppa okkur og að við myndum klára þetta," sagði Tjörvi og bætti við að ef til vill hafi það gefið ranga mynd af stöðu liðsins að það hafi endað í 5. sæti deildarinnar. "Það gaf klárlega ranga mynd. Það er leiðinlegt að vera að afsaka en fyrir áramót voru smá meiðsli í hópnum. Æfingarnar voru góðar en við náðum ekki að flytja það yfir í leikina. Við náðum því strax eftir áramót. Við vissum alveg hvað við gátum og stefndum allan tímann á titilinn þó við værum í 5. sæti," sagði Tjörvi. En hvað gerði útslagið í þessum leik að mati Tjörva? "Mér fannst við spila aðeins betri sóknarleik í dag en í hinum tveimur leikjunum. Ef við hefðum nýtt færin betur, þá hefðum við sjálfsagt verið í 30 mörkum. Davíð er bara góður markmaður og Afturelding er með frábæra vörn. Við einblíndum svolítið á sóknarleikinn. Við vissum að vörnin yrði fín og það virkaði í dag," sagði Tjörvi að lokum.Janus Daði Smárason: Sýndum að við erum nokkuð ágætir þegar mest á reynir "Þetta var dálítið klafs og við gerðum svolítið mikið af tæknimistökum í fyrri hálfleik sem þeir refsa með hraðaupphlaupum. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð vel en mér fannst við bæta okkur þegar leið á leikinn og sýndum að við erum nokkuð ágætir þegar mest á reynir," sagði glaður Janus Daði Smárason að leik loknum. Janus Daði sagði að Haukar hafi einblínt á að taka einn leik fyrir í einu, að sjálfsögðu stefnt að sigri og ef það tækist færi liðið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. "Þetta gekk eftir og við kvörtum ekki. Afturelding eru nýliðar en ég held að hungrið hafi sagt til sín hjá okkur. Við mættum aftur í úrslit, fullt af fólki að hvetja okkur og við gátum ekki tapað, sagði Janus Daði rétt áður en hann veitti gullverðlaunum viðtöku.Örn Ingi Bjarkason: Við náðum að gera það og við náðum að skemmta okkur og skemmta áhorfendum Örn Ingi Bjarkason, leikmaður Aftureldingar, var að vonum dapur í bragði að leik loknum. Afturelding endaði í 2. sæti deildarinnar en tapaði 3-0 í þessu úrslitaeinvígi við Hauka. "Stemningin er frekar súr. Þetta er ekki eins og við vildum enda þetta tímabil. Mér fannst við gera okkar best, það var barátta, það var ákveðni í liðinu en við vorum sjálfum okkur verstir. Við vorum klaufar að klúðra dauðafærum og köstum boltanum alltof oft frá okkur," sagði Örn Ingi en bætti við að Aftureldingarliðið myndi læra af þessu tímabili. "Við verðum að gera betur en þetta en við komum sterkari tilbaka. Við lærum klárlega að þessu og við komum tvíefldir tilbaka. Við vitum hvað við klikkuðum á að gera, munum fara yfir það og læra af þessu tímabili," sagði Örn Ingi. "Fyrir tímabilið ætluðum við bara að taka eitt skref í einu. Við höfðum fulla trú á okkur, vissum að við værum með hörkuhóp. Þó að enginn hafi haft trú á okkur í byrjun, þá sýndum við með ákveðinni stemningu og baráttu að við værum mættir til að vinna leiki. Við náðum að gera það og við náðum að skemmta okkur og skemmta áhorfendum í vetur. Þannig að þetta var bara ágætis tímabil þrátt fyrir að enda svona illa," sagði Örn Ingi að lokum.vísir/ernir
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15