TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 10:20 Héraðsdómur Reykjavíkur sagði flugmanninn hafa sýnt gáleysi, en þó þyrfti TM að greiða fullar bætur. Vísir/Stefán/Valli Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira