Innlent

Búa sig undir að eldislax sleppi

Svavar Hávarðsson skrifar
Oft kubbslegir, uggar og sporður eyddir eða rifnir.
Oft kubbslegir, uggar og sporður eyddir eða rifnir. mynd/sigurjón
Vegna stóraukins laxeldis í sjókvíum hér við land hafa Veiðimálastofnun og Fiskistofa sett saman myndefni fyrir laxveiðimenn svo þeir geti gengið úr skugga um hvort afli þeirra er villtur lax eða eldisfiskur.

Undirliggjandi er hættan á að íslenski laxastofninn blandist eldislaxi af kynbættu norsku eldiskyni, eins og kemur fram í frétt frá Veiðimálastofnun, og nauðsyn þess að upplýsingar berist um slíkt.

„Ef það gerist [lax sleppur úr kví] geta eldislaxar gengið í ár og blandast íslenskum laxi og þar með haft áhrif á erfðir og aðlögunarhæfni villtra laxastofna. Mikilvægt er að veiðimenn séu vakandi fyrir því hvort eldislaxar veiðast í ám en oft má þekkja þá frá villtum löxum á útlitseinkennum en einnig með því að greina uppruna þeirra með greiningum á hreistri og með greiningu erfðaefnis,“ segir í fréttinni.

Veiðimálastofnun og Fiskistofa segja að það sé mikilvægt ef eldislaxar veiðast að veiðimenn geri Veiðimálastofnun og/eða Fiskistofu viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×