Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. maí 2015 07:30 "Gríðarleg hávaða- og sjónmengun er nú þegar frá Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials mun gera hana langtum verri,“ segir Umhverfisvaktin við Hvalfjörð í bréfi til Faxaflóahafna. Fréttablaðið/GVA „Finnst forsvarsmönnum Faxaflóahafna réttlætanlegt að sannreyna tilraunastarfsemi Silicor Materials á náttúru og lífríki Hvalfjarðar?“ spyr Umhverfisvaktin við Hvalfjörð í bréfi sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á föstudag. Í bréfi sínu spyr Umhverfisvaktin um væntanlega starfsemi kanadíska fyrirtækisins Silicor Materials. „Á Grundartanga er stefnt að því að stórauka framleiðslu sem hefur aðeins verið á tilraunastigi í tvö ár, en það er of stuttur tími til að sannreyna ferlið. Hefur verið gerð áhættugreining vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi?“ spyr Umhverfisvaktin og bendir á að Silicor Materials sé ungt fyrirtæki með nýja tækni við hreinsun kísils. „Einungis hafa verið framleidd 5-700 tonn af hreinum kísil með hinni nýju aðferð Silicor Materials í Kanada. Áætluð ársframleiðsla Silicor Materials á Grundartanga er um 19.000 tonn. Mjög lítil reynsla er komin á framleiðsluna,“ segir Umhverfisvaktin og spyr hvort Faxaflóahafnir hafi fengið ráðgjöf aðila sem hafa starfað fyrir Silicor Materials á Íslandi. „Hvaða stöðu og sérþekkingu hefur ráðgjafarfyrirtækið VSÓ og aðrir sem hafa lagt mat á fyrirhugaða starfsemi Silicor Materials á Íslandi, til að leggja óháð mat byggt á sérfræðiþekkingu á starfsemi verksmiðjunnar?“ spyr Umhverfisvaktin. VSÓ hafi verið álitsgjafi Reykjavíkurborgar varðandi Hellisheiðarvirkjun þar sem umdeild tilraunastarfsemi valdi vandræðum. „Er ekki hægt að læra eitthvað af Hellisheiðarvirkjun og núverandi stöðu mengunarmála vegna stóriðju á Grundartanga?“ Margar fleiri athugasemdir og spurningar eru í bréfinu. „Þegar talað er um „óverulega mengun“ er meðal annars átt við um 60 tonn af ryki sem fari árlega út í andrúmsloftið frá fyrirhugaðri verksmiðju Silicor Materials. Hvaða eiturefni munu verða í þessu „ryki“ og í hvaða magni?“ er meðal annars spurt.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.VísirHittu borgarstjórann Þá segir að mikill hraði hafi verið á málinu. Stjórn Umhverfisvaktarinnar hafi hitt Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna málsins 31. mars og lýst áhyggjum. „Innan örskamms tíma var skrifað undir samninga við Silicor. Borgarstjórinn gaf sér ekki tíma til að hlusta á rök okkar. Hvers vegna?“ spyr Umhverfisvaktin. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að svara bréfinu. Bæði Umhverfisstofnun og talsmenn Silicor hafa fullyrt að engin mengun verði af kísilverksmiðju fyrirtækisins. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Finnst forsvarsmönnum Faxaflóahafna réttlætanlegt að sannreyna tilraunastarfsemi Silicor Materials á náttúru og lífríki Hvalfjarðar?“ spyr Umhverfisvaktin við Hvalfjörð í bréfi sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á föstudag. Í bréfi sínu spyr Umhverfisvaktin um væntanlega starfsemi kanadíska fyrirtækisins Silicor Materials. „Á Grundartanga er stefnt að því að stórauka framleiðslu sem hefur aðeins verið á tilraunastigi í tvö ár, en það er of stuttur tími til að sannreyna ferlið. Hefur verið gerð áhættugreining vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi?“ spyr Umhverfisvaktin og bendir á að Silicor Materials sé ungt fyrirtæki með nýja tækni við hreinsun kísils. „Einungis hafa verið framleidd 5-700 tonn af hreinum kísil með hinni nýju aðferð Silicor Materials í Kanada. Áætluð ársframleiðsla Silicor Materials á Grundartanga er um 19.000 tonn. Mjög lítil reynsla er komin á framleiðsluna,“ segir Umhverfisvaktin og spyr hvort Faxaflóahafnir hafi fengið ráðgjöf aðila sem hafa starfað fyrir Silicor Materials á Íslandi. „Hvaða stöðu og sérþekkingu hefur ráðgjafarfyrirtækið VSÓ og aðrir sem hafa lagt mat á fyrirhugaða starfsemi Silicor Materials á Íslandi, til að leggja óháð mat byggt á sérfræðiþekkingu á starfsemi verksmiðjunnar?“ spyr Umhverfisvaktin. VSÓ hafi verið álitsgjafi Reykjavíkurborgar varðandi Hellisheiðarvirkjun þar sem umdeild tilraunastarfsemi valdi vandræðum. „Er ekki hægt að læra eitthvað af Hellisheiðarvirkjun og núverandi stöðu mengunarmála vegna stóriðju á Grundartanga?“ Margar fleiri athugasemdir og spurningar eru í bréfinu. „Þegar talað er um „óverulega mengun“ er meðal annars átt við um 60 tonn af ryki sem fari árlega út í andrúmsloftið frá fyrirhugaðri verksmiðju Silicor Materials. Hvaða eiturefni munu verða í þessu „ryki“ og í hvaða magni?“ er meðal annars spurt.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.VísirHittu borgarstjórann Þá segir að mikill hraði hafi verið á málinu. Stjórn Umhverfisvaktarinnar hafi hitt Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna málsins 31. mars og lýst áhyggjum. „Innan örskamms tíma var skrifað undir samninga við Silicor. Borgarstjórinn gaf sér ekki tíma til að hlusta á rök okkar. Hvers vegna?“ spyr Umhverfisvaktin. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að svara bréfinu. Bæði Umhverfisstofnun og talsmenn Silicor hafa fullyrt að engin mengun verði af kísilverksmiðju fyrirtækisins.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira