Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 19:38 Ragnar Erling er oft kallaður Raggi Turner enda hefur hann dáð Tinu Turner frá því að hann var níu ára gamall. Mynd/Af Facebook-síðu Ragnars „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar og andlegs heilbrigðis,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, oft kallaður Raggi Turner, en hann fékk sér nýverið stærðarinnar húðflúr á hægri öxl og upphandlegg. „Núna er hún alltaf með mér einhvern veginn.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var níu ára gamall kom vinkonu móður minnar með geisladiskinn með lögunum sem voru í bíómyndinni hennar. Ég heyrði bara tónlistina og það gerðist eitthvað. Síðan þá hef ég verið algjörlega heillaður af henni,“ útskýrir Ragnar. Líf Ragnars hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann var lagður í mikið einelti sem krakki og var kominn í mikla fíkniefnaneyslu þegar hann var þrettán ára gamall. Hann var í neyslu fram á þrítugsaldur og fór svo að í maí 2009 var hann handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni. Ragnar var í einlægu viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári.Ragnar Erling var í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá neyslu sinni og handtökunni í Brasilíu.Vísir„Ég gat alltaf snúið mér til Tinu. Þegar ég kom heim úr skólanum, búið að leggja mig í einelti allan daginn þá setti ég Tinu Turner á fóninn eða horfði á tónleika með henni, fór í hælaskónna hennar mömmu, sótti kústinn og bara rock on,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta bjargaði mér.“Svitnaði meira á tónleikum með Tinu en í eróbik tíma Hann fór ásamt móður sinni, ömmu, vinkonu og frænku á tónleika með söngkonunni árið 2000. Myndin á handlegg hans kemur frá tónleikunum en á þeim keypti hópurinn kíki sem skartaði þessari mynd. „Tina. Ég kalla hana móður orkunnar minnar. Ég fer í World class á morgnana og horfi bara á hana. Það er svo sniðugt í World class að hafa þessa skjái, þá þarf ég engan ipod heldur skelli bara á tónleika með henni.“ Ragnar segist aldrei hafa svitnað jafnmikið og þegar hann fór á tónleika með söngkonunni árið 2009. Þá stóð hann mjög framarlega og „það bara gerðist eitthvað.“ Hann segist þó vera eróbik kennari að mennt og því svitnað talsvert um ævina. Ragnar hefur aldrei sett sig í samband við Tinu eða reynt það en hann óskar þess að einn daginn fái hann tækifæri til að hitta hana og láta hana vita hversu mikið hún hefur verið til staðar fyrir hann. „Það er líka svo fallegt að hún stendur fyrir það að fólk geti gert það sem það óskar sér. Það getur gert það sem það vill. Hún er svo mikill sigurvegari.“ Tina Turner er 75 ára gömul og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn og flutning. Hún kynntist tónlistarmanninum Ike Turner á fimmta áratugnum og þau áttu í ástarsambandi auk þess sem þau sömdu lög og sungu saman. Hún fór frá honum á sjöunda áratugnum eftir að hafa þolað ofbeldi af hans hálfu um árabil. Hún náði heimsfrægð með plötunni sinni Private Dancer árið 1984 og hefur síðan þá átt fjöldann allan af vinsælum lögum. Tengdar fréttir Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00 Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar og andlegs heilbrigðis,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, oft kallaður Raggi Turner, en hann fékk sér nýverið stærðarinnar húðflúr á hægri öxl og upphandlegg. „Núna er hún alltaf með mér einhvern veginn.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var níu ára gamall kom vinkonu móður minnar með geisladiskinn með lögunum sem voru í bíómyndinni hennar. Ég heyrði bara tónlistina og það gerðist eitthvað. Síðan þá hef ég verið algjörlega heillaður af henni,“ útskýrir Ragnar. Líf Ragnars hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann var lagður í mikið einelti sem krakki og var kominn í mikla fíkniefnaneyslu þegar hann var þrettán ára gamall. Hann var í neyslu fram á þrítugsaldur og fór svo að í maí 2009 var hann handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni. Ragnar var í einlægu viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári.Ragnar Erling var í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá neyslu sinni og handtökunni í Brasilíu.Vísir„Ég gat alltaf snúið mér til Tinu. Þegar ég kom heim úr skólanum, búið að leggja mig í einelti allan daginn þá setti ég Tinu Turner á fóninn eða horfði á tónleika með henni, fór í hælaskónna hennar mömmu, sótti kústinn og bara rock on,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta bjargaði mér.“Svitnaði meira á tónleikum með Tinu en í eróbik tíma Hann fór ásamt móður sinni, ömmu, vinkonu og frænku á tónleika með söngkonunni árið 2000. Myndin á handlegg hans kemur frá tónleikunum en á þeim keypti hópurinn kíki sem skartaði þessari mynd. „Tina. Ég kalla hana móður orkunnar minnar. Ég fer í World class á morgnana og horfi bara á hana. Það er svo sniðugt í World class að hafa þessa skjái, þá þarf ég engan ipod heldur skelli bara á tónleika með henni.“ Ragnar segist aldrei hafa svitnað jafnmikið og þegar hann fór á tónleika með söngkonunni árið 2009. Þá stóð hann mjög framarlega og „það bara gerðist eitthvað.“ Hann segist þó vera eróbik kennari að mennt og því svitnað talsvert um ævina. Ragnar hefur aldrei sett sig í samband við Tinu eða reynt það en hann óskar þess að einn daginn fái hann tækifæri til að hitta hana og láta hana vita hversu mikið hún hefur verið til staðar fyrir hann. „Það er líka svo fallegt að hún stendur fyrir það að fólk geti gert það sem það óskar sér. Það getur gert það sem það vill. Hún er svo mikill sigurvegari.“ Tina Turner er 75 ára gömul og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn og flutning. Hún kynntist tónlistarmanninum Ike Turner á fimmta áratugnum og þau áttu í ástarsambandi auk þess sem þau sömdu lög og sungu saman. Hún fór frá honum á sjöunda áratugnum eftir að hafa þolað ofbeldi af hans hálfu um árabil. Hún náði heimsfrægð með plötunni sinni Private Dancer árið 1984 og hefur síðan þá átt fjöldann allan af vinsælum lögum.
Tengdar fréttir Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00 Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00
Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38