Það var nóg um að vera á heimsmeistaramótinu í Peking í dag en Jamaíka vann bæði í karla og kvenna flokki í 4x100 metra hlaupinu. Usain Bolt tryggði sér því sitt ellefta gull á heimsmeistaramóti sem en enginn annar í sögunni hefur náð þeim árangri.
Í kvennaliðinu hlupu þær Veronica Campbell-Brown, Natasha Morrison, Elaine Thompson og Shelly-Ann Fraser-Pryce og komu í mark á 41,07 sekúndum. Bandaríkjamenn urði í öðru sæti og lið Trínidad og Tóbagó í því þriðja.
Lið karlanna var skipað þeim Nesta Carter, Asafa Powell, Nickel Ashmeade og Usain Bolt og komu þeir í mark á 37,36 sekúndum. Bandaríkjamenn voru langfyrstir á tímabili en voru dæmdir úr leik fyrir ólöglega skiptingu. Lið Kínverja hafnaði því í öðru sæti og Kanadamenn í því þriðja.
Ashton Eaton tryggði sér gullverðlaunin í tugþraut á mótinu en hann fékk 9045 stig og bætti heimsmetið um sex stig.
Damian Warner hafnaði í öðru sæti með 8695 stig og í þriðja sæti endaði Þjóðverjinn Rico Freimuth með 8561 stig.
Eaton bætti heimsmetið: Enginn unnið fleiri gull en Bolt
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
