Raddþjálfi Michaels Jackson og Beyonce kennir á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Robin D hefur þjálfað stórstjörnur um heim allan. „Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum. Íslandsvinir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum.
Íslandsvinir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira