Tveggja og hálfs árs tónleikaferð lýkur í kvöld Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 09:00 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nú á leið heim eftir tveggja og hálfs árs tónleikaferð og ætlar að einbeita sér hundrað prósent að nýrri plötu. Gert er ráð fyrir að nýja platan komi út á næsta ári. Mynd/Getty Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti leikur á sínum síðustu tónleikum á tónleikaferð sinni, í Tromsø í Noregi í kvöld. Um er að ræða ansi stóra og umfangsmikla tónleikaferð sem hefur staðið yfir með pásum í um tvö og hálft ár. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum, platan fór af stað erlendis mun fyrr en við ætluðum í upphafi. Af því að hún hefur verið að koma út á mismunandi tíma á mismunandi mörkuðum, þá er þetta orðið svona langur tíma. Það eru allir orðnir mjög spenntir fyrir næstu plötu og það verður spennandi að geta gefið út næstu plötu alls staðar, á öllum mörkuðum, á sama tíma,“ segir María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs. Allt í allt eru tónleikarnir á tónleikaferðinni 324 talsins og flestir fóru fram erlendis. „Árið 2013 kom Ásgeir fram á 55 tónleikum erlendis en árið 2014 spilaði hann á 113 tónleikum erlendis og einu tónleikarnir hans á Íslandi það ár voru á Airwaves. Á þessu ári hefur hann komið fram á 41 tónleikum og voru þeir allir erlendis nema tvennir tónleikar í Hörpu hér heima,“ segir María Rut um ferðlagið. Hún segist ómögulega geta sagt hve margir tónleikagestirnir voru í heild. „Það hef ég því miður ekki og get ómögulega kastað á það tölu en það eruð hundruð þúsunda ef ekki einhverjar milljónir,“ bætir hún við og hlær. Ásgeir og félagar héldu af stað árið 2012 og hafa farið um heim allan í ferð sinni en lokahnykkurinn, sem var jafnframt stysti hluti tónleikaferðarinnar kláraðist um helgina. „Á þessum lokatúr tónleikaferðarinnar geri ég ráð fyrir að rétt rúmlega 32 þúsund manns hafi séð Ásgeir, á þessu heldur stutta tólf daga tónleikaferðalagi. Þeir eru vanir að túra í þrjár til fimm vikur í senn en eru allir sammála um að þetta hafi verið frábær endir á þeim tveimur og hálfu ári sem þeir hafa varið í að fylgja plötunni Dýrð í dauðaþögn eftir um allan heim,“ útskýrir María Rut. Í sinni síðustu ferð spilaði Ásgeir með listamönnum á borð Tom Odell og hljómsveitum á borð við Interpol og Fatboy Slim. Þá hittu Ásgeir og félagar hljómsveitina alt-J í Zürich í vikunni en Ásgeir túraði með alt-J í Ástralíu í maí. Þá túraði hann einnig með Hozier í febrúar um Bandaríkin. Árið 2013 túraði hann með Of Monsters and Men og John Grant.Ný plata á næsta ári Framundan hjá Ásgeiri er algjört hlé frá tónleikahaldi og hundrað prósent fókus á nýja plötu. „Við áætlum að nýja platan komi út um mitt næsta ár, jafnvel fyrr. Meira verður ekki sagt um nýju plötuna í bili en Ásgeir og Kiddi upptökustjóri (Guðmundur Kristinn Jónsson) hafa verið við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði og verða næstu mánuði.“ Um þrjú ár eru síðan fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út á Íslandi. Platan hlaut frábæra dóma og naut mikilla vinsælda og varð fljótlega mest selda frumraun allra tíma hér á landi. Stuttu eftir útgáfu plötunnar skrifaði Ásgeir undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Indian í Bretlandi um alþjóðlega útgáfu plötunnar á ensku. Platan kom út í Evrópu í janúar 2014 og stuttu síðar Ástralíu og Japan og í mars sama ár skrifaði Ásgeir undir samning við Columbia Records um útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum. Platan fór í fyrsta sæti á Next Big Sound lista Billboard þegar hún kom út í Bandaríkjunum og komst á Topp 10 lista iTunes yfir mest seldu plöturnar víða, m.a. í Bretlandi, Frakklandi, Japan, á Írlandi, Ítalíu, í Hollandi og á Spáni. Hér heima hlaut Ásgeir fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012 og í desember sama ár var hann tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize). Í janúar 2014 var Ásgeir svo einn af handhöfum European Border Breaker Awards sem voru afhent á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi. Gagnrýnendur hafa verið iðnir við að lofa Ásgeir og plötuna og má þar nefna National Public Radio í Bandríkjunum (NPR), TIME, Guardian, Vogue, NME og fleiri. Vefsíðan The Line of Best Fit valdi In the Silence á topp 50 lista yfir bestu plötur ársins 2014 og hið sama gerði Rough Trade. Platan var jafnframt valin besta alþjóðlega platan 2014 af GAFFA í Noregi og í Bandaríkjunum valdi einn virtasti útvarpsmaður þar í landi, Bob Boilen, In the Silence sem eina af bestu plötum ársins auk þess sem Amazon valdi Ásgeir sem einn af þeim listamönnum / hljómsveitum sem fólk ætti að fylgjast með árið 2015 (Artists to Watch in 2015). Ásgeir hefur átt miklum vinsældum að fagna í Japan og Ástralíu og í Ástralíu kusu hlustendur Triple J útvarpsstöðvarinnar, sem heyrir undir ABC, King and Cross sem tíunda besta lag ársins 2014. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti leikur á sínum síðustu tónleikum á tónleikaferð sinni, í Tromsø í Noregi í kvöld. Um er að ræða ansi stóra og umfangsmikla tónleikaferð sem hefur staðið yfir með pásum í um tvö og hálft ár. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum, platan fór af stað erlendis mun fyrr en við ætluðum í upphafi. Af því að hún hefur verið að koma út á mismunandi tíma á mismunandi mörkuðum, þá er þetta orðið svona langur tíma. Það eru allir orðnir mjög spenntir fyrir næstu plötu og það verður spennandi að geta gefið út næstu plötu alls staðar, á öllum mörkuðum, á sama tíma,“ segir María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs. Allt í allt eru tónleikarnir á tónleikaferðinni 324 talsins og flestir fóru fram erlendis. „Árið 2013 kom Ásgeir fram á 55 tónleikum erlendis en árið 2014 spilaði hann á 113 tónleikum erlendis og einu tónleikarnir hans á Íslandi það ár voru á Airwaves. Á þessu ári hefur hann komið fram á 41 tónleikum og voru þeir allir erlendis nema tvennir tónleikar í Hörpu hér heima,“ segir María Rut um ferðlagið. Hún segist ómögulega geta sagt hve margir tónleikagestirnir voru í heild. „Það hef ég því miður ekki og get ómögulega kastað á það tölu en það eruð hundruð þúsunda ef ekki einhverjar milljónir,“ bætir hún við og hlær. Ásgeir og félagar héldu af stað árið 2012 og hafa farið um heim allan í ferð sinni en lokahnykkurinn, sem var jafnframt stysti hluti tónleikaferðarinnar kláraðist um helgina. „Á þessum lokatúr tónleikaferðarinnar geri ég ráð fyrir að rétt rúmlega 32 þúsund manns hafi séð Ásgeir, á þessu heldur stutta tólf daga tónleikaferðalagi. Þeir eru vanir að túra í þrjár til fimm vikur í senn en eru allir sammála um að þetta hafi verið frábær endir á þeim tveimur og hálfu ári sem þeir hafa varið í að fylgja plötunni Dýrð í dauðaþögn eftir um allan heim,“ útskýrir María Rut. Í sinni síðustu ferð spilaði Ásgeir með listamönnum á borð Tom Odell og hljómsveitum á borð við Interpol og Fatboy Slim. Þá hittu Ásgeir og félagar hljómsveitina alt-J í Zürich í vikunni en Ásgeir túraði með alt-J í Ástralíu í maí. Þá túraði hann einnig með Hozier í febrúar um Bandaríkin. Árið 2013 túraði hann með Of Monsters and Men og John Grant.Ný plata á næsta ári Framundan hjá Ásgeiri er algjört hlé frá tónleikahaldi og hundrað prósent fókus á nýja plötu. „Við áætlum að nýja platan komi út um mitt næsta ár, jafnvel fyrr. Meira verður ekki sagt um nýju plötuna í bili en Ásgeir og Kiddi upptökustjóri (Guðmundur Kristinn Jónsson) hafa verið við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði og verða næstu mánuði.“ Um þrjú ár eru síðan fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út á Íslandi. Platan hlaut frábæra dóma og naut mikilla vinsælda og varð fljótlega mest selda frumraun allra tíma hér á landi. Stuttu eftir útgáfu plötunnar skrifaði Ásgeir undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Indian í Bretlandi um alþjóðlega útgáfu plötunnar á ensku. Platan kom út í Evrópu í janúar 2014 og stuttu síðar Ástralíu og Japan og í mars sama ár skrifaði Ásgeir undir samning við Columbia Records um útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum. Platan fór í fyrsta sæti á Next Big Sound lista Billboard þegar hún kom út í Bandaríkjunum og komst á Topp 10 lista iTunes yfir mest seldu plöturnar víða, m.a. í Bretlandi, Frakklandi, Japan, á Írlandi, Ítalíu, í Hollandi og á Spáni. Hér heima hlaut Ásgeir fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012 og í desember sama ár var hann tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize). Í janúar 2014 var Ásgeir svo einn af handhöfum European Border Breaker Awards sem voru afhent á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi. Gagnrýnendur hafa verið iðnir við að lofa Ásgeir og plötuna og má þar nefna National Public Radio í Bandríkjunum (NPR), TIME, Guardian, Vogue, NME og fleiri. Vefsíðan The Line of Best Fit valdi In the Silence á topp 50 lista yfir bestu plötur ársins 2014 og hið sama gerði Rough Trade. Platan var jafnframt valin besta alþjóðlega platan 2014 af GAFFA í Noregi og í Bandaríkjunum valdi einn virtasti útvarpsmaður þar í landi, Bob Boilen, In the Silence sem eina af bestu plötum ársins auk þess sem Amazon valdi Ásgeir sem einn af þeim listamönnum / hljómsveitum sem fólk ætti að fylgjast með árið 2015 (Artists to Watch in 2015). Ásgeir hefur átt miklum vinsældum að fagna í Japan og Ástralíu og í Ástralíu kusu hlustendur Triple J útvarpsstöðvarinnar, sem heyrir undir ABC, King and Cross sem tíunda besta lag ársins 2014.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira