Kælimeðferð hefur aukið lífslíkur um ríflega helming Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2015 18:30 Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira