Stöðugleiki tryggir aukna velferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í yfir 90 ár. Dagurinn er helgaður baráttu og samstöðu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Þessi barátta hefur skilað verkafólki og raunar öllu launafólki miklum ávinningi í gegnum tíðina og átt drjúgan þátt í því að tekist hefur að skapa gott samfélag. Þó lífskjör séu hér almennt góð og alþjóðlegur samanburður sýni mjög sterka stöðu Íslands á nær öllum sviðum hefur gengið erfiðlega að skapa hér stöðugt efnahagsumhverfi til lengri tíma. Mikil orka hefur farið í deilur á vinnumarkaði, stundum til að ræða skiptingu á því sem ekki hefur verið til. Þeirri orku væri betur varið í það að skapa meira til skiptanna. Samtökum á vinnumarkaði og ríkinu hefur ekki tekist að sameinast um aðgerðir til framleiðniaukningar til að ná því markmiði. Þar getum við tekið aðrar Norðurlandaþjóðir okkur til fyrirmyndar.Innistæðulausir tékkar Aukin velferð almennings er stærsta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Um nokkurt skeið hefur staða þjóðarbúsins verið að batna og kjaraviðræður taka mið af því. Sem betur fer er nú eitthvað til skiptanna og kaupmáttur hefur vaxið óvenju hratt. Verkefni samningsaðila er að skipta með sér ávinningi með réttlátum hætti, en ekki að gefa út innstæðulausa tékka sem færa okkur aftur í tímann og rýra lífskjör. Ríkisstjórnin vill forðast samninga sem geta leitt til verðbólgu og trúir því að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur séu sama sinnis. Hátíðahöldin í dag eru haldin við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga er lág, kaupmáttur hefur aukist, hagvöxtur er umtalsverður og atvinnuleysi lítið. Á hinn bóginn hvílir yfir deginum skuggi vinnudeilna og verkfalla. Þau eru nú þegar skollin á og í undirbúningi eru frekari verkföll sem lamað geta þjóðfélagið undir lok mánaðarins. Mikil ábyrgð hvílir því á atvinnurekendum, verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Allir ættu að vera meðvitaðir um afleiðingar þess fyrir samfélagið ef gerðir verða samningar sem leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að finna lausn sem skapar réttláta dreifingu þeirra auknu verðmæta sem eru að verða til. Ríkisstjórnin ítrekar vilja sinn til að liðka fyrir gerð slíkra samninga. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í yfir 90 ár. Dagurinn er helgaður baráttu og samstöðu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Þessi barátta hefur skilað verkafólki og raunar öllu launafólki miklum ávinningi í gegnum tíðina og átt drjúgan þátt í því að tekist hefur að skapa gott samfélag. Þó lífskjör séu hér almennt góð og alþjóðlegur samanburður sýni mjög sterka stöðu Íslands á nær öllum sviðum hefur gengið erfiðlega að skapa hér stöðugt efnahagsumhverfi til lengri tíma. Mikil orka hefur farið í deilur á vinnumarkaði, stundum til að ræða skiptingu á því sem ekki hefur verið til. Þeirri orku væri betur varið í það að skapa meira til skiptanna. Samtökum á vinnumarkaði og ríkinu hefur ekki tekist að sameinast um aðgerðir til framleiðniaukningar til að ná því markmiði. Þar getum við tekið aðrar Norðurlandaþjóðir okkur til fyrirmyndar.Innistæðulausir tékkar Aukin velferð almennings er stærsta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Um nokkurt skeið hefur staða þjóðarbúsins verið að batna og kjaraviðræður taka mið af því. Sem betur fer er nú eitthvað til skiptanna og kaupmáttur hefur vaxið óvenju hratt. Verkefni samningsaðila er að skipta með sér ávinningi með réttlátum hætti, en ekki að gefa út innstæðulausa tékka sem færa okkur aftur í tímann og rýra lífskjör. Ríkisstjórnin vill forðast samninga sem geta leitt til verðbólgu og trúir því að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur séu sama sinnis. Hátíðahöldin í dag eru haldin við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga er lág, kaupmáttur hefur aukist, hagvöxtur er umtalsverður og atvinnuleysi lítið. Á hinn bóginn hvílir yfir deginum skuggi vinnudeilna og verkfalla. Þau eru nú þegar skollin á og í undirbúningi eru frekari verkföll sem lamað geta þjóðfélagið undir lok mánaðarins. Mikil ábyrgð hvílir því á atvinnurekendum, verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Allir ættu að vera meðvitaðir um afleiðingar þess fyrir samfélagið ef gerðir verða samningar sem leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að finna lausn sem skapar réttláta dreifingu þeirra auknu verðmæta sem eru að verða til. Ríkisstjórnin ítrekar vilja sinn til að liðka fyrir gerð slíkra samninga. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkafólks.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar