Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 13. september 2015 00:01 Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu. Visir/pjetur FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. Með sigrinum náði FH átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu stig eru í pottinum en ÍBV er enn þremur stigum fyrir ofan fallsæti.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti í Kaplakrika í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Sigurinn var alls ekki eins öruggur og lokatölurnar kunna að gefa til kynna. FH þurfti að hafa mjög mikið fyrir sigrinum og var Þóroddur Hjaltalín dómari leiksins örlagavaldur. FH-ingar voru ekki á eitt sáttir með mark ÍBV en Eyjamenn komust yfir snemma leiks þegar boltinn var sendur á rangstæðan Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem rétti upp hendurnar og lét boltann fara þar sem Ian Jeffs nýtti sér að varnarmenn FH stoppuðu og slapp inn fyrir og skoraði. Gunnar Heiðar var fyrir innan en dómurinn líklega réttur því hann lét boltann fara og gaf strax til kynna að hann myndi láta hann vera. Markið virtist vekja lið FH sem kom hálf sofandi inn í leikinn og sóttu FH-ingar mikið eftir markið sem skilaði jöfnunarmarki. Að sama skapi hætti ÍBV að pressa og komst liðið ekki yfir miðju eftir að liðið skoraði, allt þar til í seinni hálfleik. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst verðskuldað yfir snemma í hálfleiknum. Líkt og fyrsta markið í fyrri hálfleik vakti FH þá vakti annað mark FH lið ÍBV. Eyjamenn pressuðu stíft á toppliðið eftir markið og kom boltanum inn fyrir línuna á marki FH þar sem Kassim Doumbia sló boltann út. Ótrúlegt en satt dæmdi Þóroddur og aðstoðarmenn hans hvorki mark né vítaspyrnu heldur fékk ÍBV aðeins horn. Skömmu seinna fékk FH vítaspyrnu þar sem StevenLennon gerði út um leikinn með öðru marki sínu. Þar sem aðstoðardómarinn flaggaði ekki mark þegar boltinn fór yfir línuna hefði dómarinn átt að dæma víti og reka Doumbia útaf en segja má að heppnin hafi verið með FH í liði í þetta skiptið. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð þegar liðið sækir Breiðablik heim og dugir liðinu stig þar. Heimir: Sýndist þetta vera hendi á KassimVisir/pjeturHeimir: Sýndist þetta vera hendi á Kassim „Það er frábært að aðra umferðina í röð falla leikir með okkur en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki komið og það er farsælast að hugsa um sjálfan sig í þessu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. Heimir hafði ekkert út á mark ÍBV að setja og sagðist vilja sjá atvikið þegar Kassim ver með hendi í sjónvarpi áður en hann dæmi um það. „Ég held að fyrsta markið hjá ÍBV hafi verið réttur dómur. Ég gat ekki betur séð en hann hætti og reyni ekki við boltann og Jeffs var ekki rangstæður og klárar vel. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi.“ Sjónvarpsupptökur sýna að ekki nóg með að Kassim hafi varið með hendi þá gerði hann það eftir að boltinn var kominn í markið. „Ef það er þá hjálpaði það okkur en ekki ÍBV,“ sagði Heimir um þessa ekki dómgæslu. „Við vorum ryðgaðir í byrjun og ÍBV hægði á öllu og tók tíma í allt. Í fyrri hálfleik kýldum við hraðann ekki nógu mikið upp í leiknum. Ég held að Eiki Þorvarðar markmannsþjálfari hafi verið sofnaður á bekknum í fyrri hálfleik, þetta var svo dauft. „Við náðum að kýla þetta upp í seinni hálfleik. Skoruðum góð mörk og kláruðum þetta. „Við verðum að halda áfram og getum ekki fagnað neinu núna. Við sáum það í fyrra í síðasta leik og sáum það 2008 þegar FH og Keflavík voru að berjast um titilinn að það er stutt á milli í fótbolta. Menn verða að vera klárir,“ sagði Heimir sem bætti við að FH mun ekki fara inn í leikinn gegn Breiðabliki til að leika upp á jafntefli. „Við eigum eftir að leggja þann leik upp en við förum ekki í Kópavoginn til að spila upp á jafntefli. Ef við gerum það þá lendum við í veseni. Einu mennirnir sem eru farnir að fagna sigri FH eru þið blaðamenn,“ sagði Heimir að lokum.Visir/pjeturÁsmundur: Þetta er sjokkerandi „Ég er svekktur. Mér fannst við koma vel inn í þennan leik og skorum gott mark. Heilt yfir er ég ánægður með leik minna manna,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV. „Það voru kaflar þar sem við féllum of langt aftur, vorum of langt frá þeim og gáfum þeim of mikinn tíma sem við ætluðum ekki að gera.“ Ásmundur var ekki í nokkrum vafa um að mark ÍBV hafi verið löglegt, í það minnsta eins og hann þekkir reglurnar. „Eru ekki reglurnar þannig að þú þarft að taka boltann til þess að vera dæmdur? Ég held að þetta sé löglegt eins og þetta er. Svo má deila um það hvort reglurnar eigi að vera svona,“ sagði Ásmundur sem var ekki eins sáttur við „seinna“ mark ÍBV sem ekki var dæmt gilt þó hann vildi sem minnst tjá sig um það. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem vildi ekki segja meira um þetta. „Við áttum fína kafla í þessum leik sem við getum byggt ofan á, gegn toppliðinu, verðandi meisturum. Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik sem þið nefnið og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Leiknir tapaði á sama tíma og því er ÍBV enn þremur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum að tína inn stig. Það er ljóst að okkur vantar fleiri stig og við þurfum að sækja það í næstu leikjum,“ sagði Ásmundur.vísir/pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. Með sigrinum náði FH átta stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu stig eru í pottinum en ÍBV er enn þremur stigum fyrir ofan fallsæti.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti í Kaplakrika í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Sigurinn var alls ekki eins öruggur og lokatölurnar kunna að gefa til kynna. FH þurfti að hafa mjög mikið fyrir sigrinum og var Þóroddur Hjaltalín dómari leiksins örlagavaldur. FH-ingar voru ekki á eitt sáttir með mark ÍBV en Eyjamenn komust yfir snemma leiks þegar boltinn var sendur á rangstæðan Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem rétti upp hendurnar og lét boltann fara þar sem Ian Jeffs nýtti sér að varnarmenn FH stoppuðu og slapp inn fyrir og skoraði. Gunnar Heiðar var fyrir innan en dómurinn líklega réttur því hann lét boltann fara og gaf strax til kynna að hann myndi láta hann vera. Markið virtist vekja lið FH sem kom hálf sofandi inn í leikinn og sóttu FH-ingar mikið eftir markið sem skilaði jöfnunarmarki. Að sama skapi hætti ÍBV að pressa og komst liðið ekki yfir miðju eftir að liðið skoraði, allt þar til í seinni hálfleik. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst verðskuldað yfir snemma í hálfleiknum. Líkt og fyrsta markið í fyrri hálfleik vakti FH þá vakti annað mark FH lið ÍBV. Eyjamenn pressuðu stíft á toppliðið eftir markið og kom boltanum inn fyrir línuna á marki FH þar sem Kassim Doumbia sló boltann út. Ótrúlegt en satt dæmdi Þóroddur og aðstoðarmenn hans hvorki mark né vítaspyrnu heldur fékk ÍBV aðeins horn. Skömmu seinna fékk FH vítaspyrnu þar sem StevenLennon gerði út um leikinn með öðru marki sínu. Þar sem aðstoðardómarinn flaggaði ekki mark þegar boltinn fór yfir línuna hefði dómarinn átt að dæma víti og reka Doumbia útaf en segja má að heppnin hafi verið með FH í liði í þetta skiptið. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð þegar liðið sækir Breiðablik heim og dugir liðinu stig þar. Heimir: Sýndist þetta vera hendi á KassimVisir/pjeturHeimir: Sýndist þetta vera hendi á Kassim „Það er frábært að aðra umferðina í röð falla leikir með okkur en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki komið og það er farsælast að hugsa um sjálfan sig í þessu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. Heimir hafði ekkert út á mark ÍBV að setja og sagðist vilja sjá atvikið þegar Kassim ver með hendi í sjónvarpi áður en hann dæmi um það. „Ég held að fyrsta markið hjá ÍBV hafi verið réttur dómur. Ég gat ekki betur séð en hann hætti og reyni ekki við boltann og Jeffs var ekki rangstæður og klárar vel. „Þar sem ég stóð sýndist mér þetta vera hendi á Kassim en ég ætla ekki að vera 100% öruggur fyrr en ég sé það í sjónvarpi.“ Sjónvarpsupptökur sýna að ekki nóg með að Kassim hafi varið með hendi þá gerði hann það eftir að boltinn var kominn í markið. „Ef það er þá hjálpaði það okkur en ekki ÍBV,“ sagði Heimir um þessa ekki dómgæslu. „Við vorum ryðgaðir í byrjun og ÍBV hægði á öllu og tók tíma í allt. Í fyrri hálfleik kýldum við hraðann ekki nógu mikið upp í leiknum. Ég held að Eiki Þorvarðar markmannsþjálfari hafi verið sofnaður á bekknum í fyrri hálfleik, þetta var svo dauft. „Við náðum að kýla þetta upp í seinni hálfleik. Skoruðum góð mörk og kláruðum þetta. „Við verðum að halda áfram og getum ekki fagnað neinu núna. Við sáum það í fyrra í síðasta leik og sáum það 2008 þegar FH og Keflavík voru að berjast um titilinn að það er stutt á milli í fótbolta. Menn verða að vera klárir,“ sagði Heimir sem bætti við að FH mun ekki fara inn í leikinn gegn Breiðabliki til að leika upp á jafntefli. „Við eigum eftir að leggja þann leik upp en við förum ekki í Kópavoginn til að spila upp á jafntefli. Ef við gerum það þá lendum við í veseni. Einu mennirnir sem eru farnir að fagna sigri FH eru þið blaðamenn,“ sagði Heimir að lokum.Visir/pjeturÁsmundur: Þetta er sjokkerandi „Ég er svekktur. Mér fannst við koma vel inn í þennan leik og skorum gott mark. Heilt yfir er ég ánægður með leik minna manna,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari ÍBV. „Það voru kaflar þar sem við féllum of langt aftur, vorum of langt frá þeim og gáfum þeim of mikinn tíma sem við ætluðum ekki að gera.“ Ásmundur var ekki í nokkrum vafa um að mark ÍBV hafi verið löglegt, í það minnsta eins og hann þekkir reglurnar. „Eru ekki reglurnar þannig að þú þarft að taka boltann til þess að vera dæmdur? Ég held að þetta sé löglegt eins og þetta er. Svo má deila um það hvort reglurnar eigi að vera svona,“ sagði Ásmundur sem var ekki eins sáttur við „seinna“ mark ÍBV sem ekki var dæmt gilt þó hann vildi sem minnst tjá sig um það. „Verður maður ekki bara að segja no comment og tala um eitthvað annað en dómarann í þessu? Þetta er sjokkerandi. Það er ótrúlegt að enginn í dómarateyminu sjái þetta,“ sagði Ásmundur sem vildi ekki segja meira um þetta. „Við áttum fína kafla í þessum leik sem við getum byggt ofan á, gegn toppliðinu, verðandi meisturum. Við gefum þeim fínan leik en þetta augnablik sem þið nefnið og auðveld vítaspyrna hinum megin þar sem dómarinn er fljótur að dæma þó hendurnar séu alveg upp við líkamann af hálfs meters færi. Þetta eru augnablik sem taka vopnin úr okkar höndum og leikurinn fjarar út.“ Leiknir tapaði á sama tíma og því er ÍBV enn þremur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum að tína inn stig. Það er ljóst að okkur vantar fleiri stig og við þurfum að sækja það í næstu leikjum,“ sagði Ásmundur.vísir/pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira