Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 22:43 Hér sést Hreiðar bíða og bíða. mynd/reddit notandinn aidzgrenaidz Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015 Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015
Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30