Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 22:43 Hér sést Hreiðar bíða og bíða. mynd/reddit notandinn aidzgrenaidz Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015 Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015
Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30