Enn fordómar gagnvart barneignum fatlaðra Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:00 Fjöldi fatlaðra kvenna á Íslandi hefur gengist undir ófrjósemisaðgerðir án þess að vera fyllilega upplýstar um hvað í þeim felst. Í ofanálag eru dæmi þess að fatlaðar konur stofni ekki fjölskyldu vegna fordóma í samfélaginu, að sögn Maríu Hreiðarsdóttur, sem sjálf er móðir með þroskahömlun. „Fatlað fólk getur hugsað vel um börn og fólk með þroskahömlun. En við þurfum stuðning og samfélaginu ber að veita fólki sem á við félagslega erfiðleika stuðning,“ segir María. Fólk með þroskahömlun hafi hinsvegar að hennar mati ekki fengið þann stuðning sem hann þurfi.Sárt að finna að henni var ekki treyst Sjálf á María tæplega 13 ára gamlan son. Þegar hún eignaðist barnið mætti hún miklum hindrunum. „Mín fjölskylda stóð vel á bak við mig og treysti mér fullkomlega, en það var fólk í samfélaginu sem treysti mér ekki. Það var virkilega sárt.“ Hún nefnir sem dæmi að læknir hafi sagt við hana að barn hennar yrði sennilega líkamlega fatlað, sem varð ekki raunin. Þá hafi sumt fólk ekki treyst henni þegar kom til þess að hún þurfti að gefa barninu sínu lyf vegna veikinda. María er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið lögfestur. Þar er meðal annars kveðið á um rétt fatlaðra til fjölskyldulífs. María segir mikilvægt að samningurinn taki gildi sem fyrst. „Ég vona líka bara að fólk fari að verða meðvitaðara um það að gera einstaklingum grein fyrir, þegar verið er að gera ófrjósemisaðgerðir, að það útskýri hlutina nægjanlega vel.“Ófrjósemisaðgerðir undir fölsku yfirskini Í nýrri rannsókn, sem Fréttblaðið fjallaði um fyrir helgi, kemur fram að ófrjósemisaðgerðir eru framkvæmdar á konum með þroskahömlun, án þess að þær geri sér grein fyrir að aðgerðin er varanleg. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, dósent í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, vann rannsóknina ásamt þeim Kristínu Björnsdóttur og Ástríði Stefánsdóttur. Hún segir að eldri konurnar hafi sumar hverjar verið beinlínis blekktar. „Það eru dæmi um að þær hafi áttað sig á þessu miklu seinna, þegar þær eignast maka og velta þá fyrir sér að fara að eignast börn. Og þá kemur í ljós að þær geta það ekki. Þá ýmist hafa þær ekki vitað afleiðingar aðgerðarinnar eða þá að þær hafa farið í aðgerð, eins og tíðkaðist, undir fölsku yfiskini. Til dæmis að þær væru að fara í botnlangaskurð.“Mýtan um fatlaða sem eilíf börn Eftir að ný lög voru sett 1975 breyttist framkvæmdin á aðgerðunum töluvert til hins betra, en þó eru enn dæmi þess að ófrjósemisaðgerðir séu gerðar á fötluðum konum fyrir 25 ára aldur, sem er ólöglegt. Guðrún segir of algengt að konurnar fái ekki nægilega fræðslu um hvað aðgerðin hefur í för með sér. Þörf sé á viðhorfsbreytingu í samfélaginu. „Við erum ennþá svolítið föst í þessari mýtu sem er bara frá örófi alda að líta á fólk með þroskahömlun sem eilif börn. Og eins og við vitum þurfa börn á forsjárhyggju annarra að halda og það er það sem stendur svolítið í vegi fyrir að bara almennt þessi hópur njóti sjálfræðis og sé treyst til að taka ákvarðanir í lífi sínu, og ég tala nú ekki um svona stórar ákvarðanir eins og barneignir eru.“ Tengdar fréttir Í aðgerð án nauðsynlegra upplýsinga Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru verulega skert þar sem sjálfræði þeirra í daglegu lífi er mjög takmarkað. Nýlegar ófrjósemisaðgerðir á konum sem gera sér ekki grein fyrir að aðgerðin er varanleg. 2. október 2015 08:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Fjöldi fatlaðra kvenna á Íslandi hefur gengist undir ófrjósemisaðgerðir án þess að vera fyllilega upplýstar um hvað í þeim felst. Í ofanálag eru dæmi þess að fatlaðar konur stofni ekki fjölskyldu vegna fordóma í samfélaginu, að sögn Maríu Hreiðarsdóttur, sem sjálf er móðir með þroskahömlun. „Fatlað fólk getur hugsað vel um börn og fólk með þroskahömlun. En við þurfum stuðning og samfélaginu ber að veita fólki sem á við félagslega erfiðleika stuðning,“ segir María. Fólk með þroskahömlun hafi hinsvegar að hennar mati ekki fengið þann stuðning sem hann þurfi.Sárt að finna að henni var ekki treyst Sjálf á María tæplega 13 ára gamlan son. Þegar hún eignaðist barnið mætti hún miklum hindrunum. „Mín fjölskylda stóð vel á bak við mig og treysti mér fullkomlega, en það var fólk í samfélaginu sem treysti mér ekki. Það var virkilega sárt.“ Hún nefnir sem dæmi að læknir hafi sagt við hana að barn hennar yrði sennilega líkamlega fatlað, sem varð ekki raunin. Þá hafi sumt fólk ekki treyst henni þegar kom til þess að hún þurfti að gefa barninu sínu lyf vegna veikinda. María er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið lögfestur. Þar er meðal annars kveðið á um rétt fatlaðra til fjölskyldulífs. María segir mikilvægt að samningurinn taki gildi sem fyrst. „Ég vona líka bara að fólk fari að verða meðvitaðara um það að gera einstaklingum grein fyrir, þegar verið er að gera ófrjósemisaðgerðir, að það útskýri hlutina nægjanlega vel.“Ófrjósemisaðgerðir undir fölsku yfirskini Í nýrri rannsókn, sem Fréttblaðið fjallaði um fyrir helgi, kemur fram að ófrjósemisaðgerðir eru framkvæmdar á konum með þroskahömlun, án þess að þær geri sér grein fyrir að aðgerðin er varanleg. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, dósent í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands, vann rannsóknina ásamt þeim Kristínu Björnsdóttur og Ástríði Stefánsdóttur. Hún segir að eldri konurnar hafi sumar hverjar verið beinlínis blekktar. „Það eru dæmi um að þær hafi áttað sig á þessu miklu seinna, þegar þær eignast maka og velta þá fyrir sér að fara að eignast börn. Og þá kemur í ljós að þær geta það ekki. Þá ýmist hafa þær ekki vitað afleiðingar aðgerðarinnar eða þá að þær hafa farið í aðgerð, eins og tíðkaðist, undir fölsku yfiskini. Til dæmis að þær væru að fara í botnlangaskurð.“Mýtan um fatlaða sem eilíf börn Eftir að ný lög voru sett 1975 breyttist framkvæmdin á aðgerðunum töluvert til hins betra, en þó eru enn dæmi þess að ófrjósemisaðgerðir séu gerðar á fötluðum konum fyrir 25 ára aldur, sem er ólöglegt. Guðrún segir of algengt að konurnar fái ekki nægilega fræðslu um hvað aðgerðin hefur í för með sér. Þörf sé á viðhorfsbreytingu í samfélaginu. „Við erum ennþá svolítið föst í þessari mýtu sem er bara frá örófi alda að líta á fólk með þroskahömlun sem eilif börn. Og eins og við vitum þurfa börn á forsjárhyggju annarra að halda og það er það sem stendur svolítið í vegi fyrir að bara almennt þessi hópur njóti sjálfræðis og sé treyst til að taka ákvarðanir í lífi sínu, og ég tala nú ekki um svona stórar ákvarðanir eins og barneignir eru.“
Tengdar fréttir Í aðgerð án nauðsynlegra upplýsinga Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru verulega skert þar sem sjálfræði þeirra í daglegu lífi er mjög takmarkað. Nýlegar ófrjósemisaðgerðir á konum sem gera sér ekki grein fyrir að aðgerðin er varanleg. 2. október 2015 08:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Í aðgerð án nauðsynlegra upplýsinga Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru verulega skert þar sem sjálfræði þeirra í daglegu lífi er mjög takmarkað. Nýlegar ófrjósemisaðgerðir á konum sem gera sér ekki grein fyrir að aðgerðin er varanleg. 2. október 2015 08:00