Óeðlileg ást? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 5. október 2015 13:00 Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Sjá meira
Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. Það er að mörgu leyti rétt, enda hefur það ítrekað sannað sig hversu aftarlega á merinni mörg önnur lönd sitja. Í hvert skipti berjum við Íslendingar okkur á brjóst og hreykjum okkur af eigin fordómaleysi. En þrátt fyrir að vera ein umburðarlyndasta þjóð í heimi er baráttan ekki unnin. Ég er samkynhneigð kona í hamingjusömu sambandi og við unnusta mín finnum stundum fyrir því í okkar daglega lífi að við erum „öðruvísi“ en önnur pör. Yfirleitt er um að ræða sakleysislegt þekkingarleysi fólks en stundum höfum við þó þurft að þræta fyrir sambandið okkar. Eins ótrúlegt og mér þykir það þá er ennþá til fólk sem hreinlega neitar að viðurkenna sambandsform líkt og okkar. Á ferðalagi um Vestfirði í sumar hittum við til að mynda mann sem sagði okkur að það væri svo „óeðlilegt“ að við værum saman, og við ættum nú bara að „hætta þessu rugli“ og fara frekar í sambönd með karlmönnum „eins og venjulegt fólk“. Já, þetta er gróft dæmi og nei, þetta er ekki ríkjandi skoðun í okkar samfélagi en, hún er samt sem áður tilstaðar.Það sem fólk eins og þessi maður áttar sig ekki á er að þetta snýst bara um ást og lífshamingju. Sumir finna ást hjá manneskju af gangstæðu kyni. Ég fann ást hjá konu. Sú ást er ekki verri. Hún er ekki „öðruvísi“. Hún er ekki ljót eða óeðlileg. Hún er bara ást. Falleg og dásamleg í öllu sínu veldi. Og á meðan ennþá er til fólk sem heldur hinu gangstæða fram þá er mikilvægt að halda baráttunni áfram. Hún verður ekki unnin fyrr en samfélagið í heild hefur áttað sig á því að fólk er allskonar og það er bara í góðu lagi. Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að útskýra kynhneigð sína. Þar myndu fjölbreytt sambönd ástfanginna einstaklinga fá að blómstra án þess að sett væri spurningarmerki við þau. Þar þætti ást aldrei óeðlileg. Þar væri orðið gagnkynhneigð ekki einu sinni til. Kannski komumst við þangað einn daginn. Ég vona það að minnsta kosti. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar