Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. október 2015 06:00 Bashar al-Assad forseti Sýrlands. vísir/epa Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. Hann sagði það jafnframt mikilvægt fyrir öll Miðausturlöndin að loftárásir Rússlands gegn Íslamska ríkinu væru árangursríkar en loftárásirnar héldu áfram í gær og hafa nú staðið yfir í sex daga. Í viðtali við íranska ríkissjónvarpið sagði forsetinn að Sýrland, Rússland, Íran og Írak ynnu saman að því að berjast gegn hryðjuverkum og hann teldi líkur á því að árásirnar yrðu árangursríkar. Hann gagnrýndi jafnframt loftárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak og sagði þær ekki hafa borið árangur í að sporna gegn hryðjuverkum á svæðinu. Alþjóðlegir andstæðingar forsetans hafa sagt að til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi verði forsetinn að segja af sér en sjálfur segir forsetinn í viðtalinu að ef lausnin fælist í afsögn hans myndi hann ekki hika við að segja af sér. Loftárásir Rússa hafa líkt og áður sagði staðið yfir í sex daga og er árásunum sagt beint gegn herbúðum Íslamska ríkisins en sýrlenskir aktívistar segja þær beinast gegn öðrum uppreisnarhópum. Í gær sagði rússneska varnamálaráðuneytið frá því að að flugvélar þeirra hefðu sprengt tíu skotmörk undir yfirráðum Íslamska ríkisins. Sýrlenskir aktívistar sögðu hins vegar að í það minnsta tvö börn og smali hefðu beðið bana í árásunum sem beint var að borginni Homs og árásirnar hefðu að auki sært fimmtán manns. Bæði Tyrkland og Bretland hafa fordæmt aðgerðir Rússa og hvatti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Rússa til að breyta um stefnu og viðurkenna að forsetinn verði að hverfa frá völdum í Sýrlandi, hann væri ekki fær um að sameina sýrlensku þjóðina. Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. Hann sagði það jafnframt mikilvægt fyrir öll Miðausturlöndin að loftárásir Rússlands gegn Íslamska ríkinu væru árangursríkar en loftárásirnar héldu áfram í gær og hafa nú staðið yfir í sex daga. Í viðtali við íranska ríkissjónvarpið sagði forsetinn að Sýrland, Rússland, Íran og Írak ynnu saman að því að berjast gegn hryðjuverkum og hann teldi líkur á því að árásirnar yrðu árangursríkar. Hann gagnrýndi jafnframt loftárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi og Írak og sagði þær ekki hafa borið árangur í að sporna gegn hryðjuverkum á svæðinu. Alþjóðlegir andstæðingar forsetans hafa sagt að til þess að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi verði forsetinn að segja af sér en sjálfur segir forsetinn í viðtalinu að ef lausnin fælist í afsögn hans myndi hann ekki hika við að segja af sér. Loftárásir Rússa hafa líkt og áður sagði staðið yfir í sex daga og er árásunum sagt beint gegn herbúðum Íslamska ríkisins en sýrlenskir aktívistar segja þær beinast gegn öðrum uppreisnarhópum. Í gær sagði rússneska varnamálaráðuneytið frá því að að flugvélar þeirra hefðu sprengt tíu skotmörk undir yfirráðum Íslamska ríkisins. Sýrlenskir aktívistar sögðu hins vegar að í það minnsta tvö börn og smali hefðu beðið bana í árásunum sem beint var að borginni Homs og árásirnar hefðu að auki sært fimmtán manns. Bæði Tyrkland og Bretland hafa fordæmt aðgerðir Rússa og hvatti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Rússa til að breyta um stefnu og viðurkenna að forsetinn verði að hverfa frá völdum í Sýrlandi, hann væri ekki fær um að sameina sýrlensku þjóðina.
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira