Lífið

Sigmundi bannað að eignast fleiri vini á Snapchat

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur segist vera kominn með það marga vini á Snapchat að hann geti ekki bætt fleirum við.
Sigmundur segist vera kominn með það marga vini á Snapchat að hann geti ekki bætt fleirum við. Vísir
„Ef þú hefur sent mér boð um að verða vinir á Snapchat og ekki fengið svar en finnur svo þetta skeyti veistu að ég hefði viljað samþykkja þig. Bara mátti það ekki.“

Svo hljómar niðurlag skeytis sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birtir fylgjendum sínum á Snapchat í dag. Tilefnið er það að Sigmundur segist vera kominn með það marga vini á Snapchat að hann geti ekki bætt fleirum við.

Það kann að hljóma einkennilega að Sigmundur sé búinn að sprengja vinakvótann á samfélagsmiðlinum vinsæla en eftir því sem Vísir kemst næst er „aðeins“ hægt að eiga í kringum 2.500 vini á Snapchat.

Sjá einnig: Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat

Áhugasamir geta þó ennþá fylgst með uppátækjum forsætisráðherra á miðlinum, hann getur einfaldlega ekki fylgst með þeim til baka.

Skeyti sitt til Snapchat-fylgjenda birtir Sigmundur í dag með yfirskriftinni: „Hvers vegna eru þessi skilaboð merkileg í sögu samfélagsmiðla?“

Hann svarar spurningunni í næstu mynd en þar hefur hann komið skeytinu fyrir í tómri flösku og skrifar: „Fyrsta flöskuskeytið sent á Snapchat!“

Stutt í skopið hjá ráðherranum.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×