Lífið

Steindi las upp margfrægt ástarbréf Audda Blö og það á helíumi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábært atriði í þættinum á föstudaginn.
Frábært atriði í þættinum á föstudaginn. vísir
Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sér kannski eftir því í dag að hafa lesið upp eldgamalt ástarbréf á sínum tíma í þáttunum Auddi og Sveppi.

Bréfið skrifaði hann til stelpu sem hann var hrifinn af á Sauðarkróki, og var kallinn búinn að fá sér nokkra þegar hann tók upp pennann.

Mikið hefur verið gert grín að Auðunni eftir að hann las upp bréfið, enda er það algjörlega stórkostlegt. Í þættinum FM95BLÖ á föstudaginn var Steindi búinn að redda sér bréfinu og vildi fá að lesa það upp sjálfur, nema núna með helíumi.

Steindi vildi styðjast við helíum, til að koma sér í sama gír og Auðunn var í á sínum tíma. Hér að neðan má hlusta á Steinda lesa upp bréfið.



Hér má síðan sjá þegar Auðunn las upp bréfið í Audda og Sveppa á sínum tíma. 



Og hér má síðan hlusta á þegar Auddi las upp bréfið í FM95BLÖ árið 2013.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×