Ásakanirnar sneru að peningagreiðslum til lögreglufulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 10:15 Lögreglufulltrúinn var leystur frá störfum tímabundið í janúar á meðan rannsókn á hans máli fer fram. Vísir/GVA Vitni fullyrti við lögreglu að lögreglufulltrúi sem nú sætir rannsókn héraðssaksóknara hefði þegið peningagreiðslur frá aðila sem einnig er sakborningur í sama máli. Ásakanirnar bárust inn á borð yfirmanns fulltrúans, Karls Steinars Valssonar, sem skilaði eigin greinargerð um málið til yfirmanna sinna. Hans niðurstaða var afdráttarlaus. Ekkert væri hæft í ásökunum. Fullyrti hann við starfsmenn fíkniefnadeildar snemma árs 2012 að rannsókn hefði farið fram á ásökununum en þó fór engin formleg rannsókn fram heldur aðeins hans eigin athugun á ásökunum fulltrúans, hans nánasta undirmanns. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014 og vann náið með lögreglufulltrúanum á þeim tíma.Vísir/Ernir Hefði getað kært okkur „fyrir meinsæri“ „Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að maðurinn færi á svig við lög og reglur og hann treysti honum fullkomlega í starfinu,“ sagði Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Karl Steinar skilaði greinargerð sinni til Jóns og Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns sem gerðu ekkert með athugasemdirnar. Fjórum árum síðar er lögreglufulltruinn til rannsóknar og sömuleiðis aðilinn sem átti að hafa komið að greiðslum til hans. Sá hefur við yfirheyrslur játað að fulltrúinn hafi a.m.k. einu sinni gert honum viðvart að lögreglan væri meðvituð um ræktun í húsnæði uppi á Höfða. Þegar lögreglumenn létu til skarar skríða var húsnæðið tómt. „Ef við hefðum krafist opinberlegrar rannsóknar hefði Karl Steinar sennilegast kært okkur fyrir meinsæri,“ segir Jón H.B.. Aðspurður hvort fréttastofa gæti nálgast greinargerðina sem Karl Steinar skilaði svaraði Jón því til að blaðamaður hefði engan rétt á því. Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari. Embættið fer með mál þar sem lögreglumenn eru sakaðir um refsibrot.Vísir/GVA Lögregla rannsakar áfram lögreglu Umræða um eftirlit með störfum lögreglu hefur verið hávær undanfarin misseri. Bæði er horft til þess hvert almennir borgarar geta beint athugasemdum sínum en sömuleiðis hvað gera skuli ef lögreglumenn eru grunaðir um refsiverða háttsemi. Til áramóta heyrðu slíkar rannsóknir undir ríkissaksóknara en fluttust til nýskipaðs embættis héraðssaksóknara um áramótin. Nefnd sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra skipaði í fyrra hefur lagt til að skipuð verði þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefði það hlutverk að taka á móti kvörtunum í garð lögreglumanna. Nefndin myndi fara yfir málin, vísa kvörtunum sem ekki varða brot til viðkomandi lögregluembættis en vísa kærum á hendur lögreglumönnum fyrir refsiverð brot í starfi til héraðssaksóknara. Engin breyting verður á því að lögreglumenn halda áfram að rannsaka kollega sína. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi að nýjum lögreglulögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/stefán Sjálfstætt eftirlit mun ákjósanlegra Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem til áramóta fór með rannsóknir á hendur lögreglu, segir mun ákjósanlegra að hafa sjálfstæða stofnun sem sjái um rannsókn á lögreglumönnum líkt og sé tilfellið í Danmörku til dæmis. Kim Kliver, danskur yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að það sé aldrei sett í hendur yfirmanna lögreglumanna að meta hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur undirmönnum. Málum sé vísað til óháðra aðila. „Traust og trú borgaranna hlýtur að verða meira þegar þegar það er ekki lögreglan sjálf sem er að rannsaka brotin,“ sagði Sigríður í viðtali við Spegilinn að fundi loknum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Nærvera Gríms olli titringi Hjá héraðssaksóknara starfa lögreglumenn og því verður það áfram þannig að lögreglumenn rannsaka lögreglumenn. Grímur Grímsson, yfirmaður hjá héraðssaksóknara, sagði sig frá rannsókn á máli lögreglufulltrúans á dögunum vegna þess að athugasemdir voru gerðar við komu hans að málinu vegna vanhæfis. Grímur og Karl Steinar eru nánir vinir og þótti lögreglumönnum óþægilegt að þurfa að svara spurningum hans, vitandi hve náið samband þeirra Gríms væri. Sömuleiðis eru Grímur og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður lögreglufulltrúans frá 2014, nánir vinir. Grímur steig þrátt fyrir það ekki til hliðar fyrr en tæpum þremur vikum eftir að rannsókn hófst þar sem hann kom að yfirheyrslum í málinu. Þá hafði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sent tvo tölvupósta til að láta Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara vita af titringnum sem nærvera Gríms við yfirheyrslur væri að skapa. Ólafur segir að í kjölfarið hafi Grímur sjálfur óskað eftir því að stíga til hliðar. Fram til þess virtist hann hins vegar ekki sjá neitt athugavert við að hann væri yfirmaður í viðkomandi máli. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er staddur erlendis en hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að það sé ólýðandi að lögreglumenn þurfi að rannsaka kollega sína. Hann sagði við Spegilinn á dögunum að nýja nefndin gæti helst aukið við málsmeðferðahraðann og komið í veg fyrir að mál fari í háan búnka af málum áður en hægt sé að taka þau til athugunar. Eftir stendur engu að síður að lögreglumenn rannsaki kollega sína áfram sem sé ekki gott fyrirkomulag. Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri segir að Karl Steinar hefði getað kært þá Friðrik Smára fyrir meinsæri hefðu þeir farið lengra með málið. Svo afdráttarlaus var niðurstaða greinargerðar hans. Vitnisburður flokkaður sem „sögusagnir“ Vísir spurði Jón H.B. Snorrason að því í janúar hvort ekki væri óeðlilegt að Karl Steinar framkvæmdi sjálfur athugun á alvarlegum ásökunum í garð síns nánasta undirmanns. „ Hann var bara að draga saman þessar sögusagnir og reyna að finna þeim stað,“ sagði Jón. „Það sem hér er um að ræða voru aldrei upplýsingar sem flokkast undir það að vera upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi, heldur ýmsar sögusagnir.“ Frásögn vitnis sem fullyrti að hafa orðið vitni að peningagreiðslu á milli lögreglufulltrúans og aðila í fíkniefnaheiminum voru því aðeins „sögusagnir“ sem voru slegnar útaf borðinu. Eitthvað sem yfirmaður sló útaf borðinu og gat fullyrt í greinargerð, svo afdráttarlaust, að ættu við engin rök að styðjast. Friðrik Smári og Jón eru sammála því að athugun Karl Steinars og niðurstaðan hafi verið afgerandi.Vísir/Anton Brink Athugun Karls Steinars „að öllu leyti trúverðug“ „Þetta voru ýmsar sögusagnir sem voru ekki á því „leveli“ að þær fælu í sér upplýsingar um refsiverða háttsemi og hvernig þær gætu tengst mönnum og málefnum.“ Þegar blaðamaður benti Jóni á að fyrir þessu hefðu þeir Friðrik Smári og aðrir í yfirstjórn lögreglu aðeins niðurstöðu greinargerðar Karls Steinar, yfirmanns og náins samstarfsfélaga lögreglufulltrúans til margra ára, sagði Jón: „Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi,“ segir Jón „Hún var að öllu leyti trúverðug þessi athugun, og niðurstaðan.“ Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVA Sumir fögnuðu en aðrir eitt stórt spurningamerki Óróleiki varð innan fíkniefnadeildar lögreglu þegar út spurðist að vitni hefði borið að peningagreiðslur hefðu farið á milli fulltrúans og aðila sem hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni í langan tíma. Sá óróleiki minnkaði þegar Karl Steinar fullyrti á fundi með deldinni að málið hefði verið rannsakað og sögurnar ættu ekki við nein rök að styðjast. Vísir hefur heimildir fyrir því og stendur við fyrri fréttaflutning sinn að Karl Steinar hafi fullyrt á fundinum að rannsókn hafi farið fram. Að því voru fjölmörg vitni, allir þeir sem á fundinn mættu. Viðbrögð lögreglumanna eftir fundinn voru misjöfn. Sumir fögnuðu því að tekið hefði verið á málinu með rannsókn á meðan aðrir efuðust um hvernig rannsókn gæti hafa farið fram á svo skömmum tíma. „Hann getur aldrei hafa fullyrt að rannsókn hafi farið fram,“ segir Jón H.B. og vísar til þess að orðið rannsókn hafi sérstaka þýðingu innan lögreglu. Þarna hafi verið á ferðinni athugun. Blaðamaður bendir Jóni á að einmitt þess vegna hafi starfsmenn fíkniefnadeildar verið margir hverjir í rónni vegna málsins. Aldís Hilmarsdóttir, var yfirmaður R-2, deildar hjá lögreglu sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi frá 2014 og þangað til nú í janúar þegar hún var færð til tímabundið í starfi af Sigríði Björk lögreglustjóra.Vísir Barði í borð „Ef hann hefur sagt rannsókn farið fram hefðu menn sagt, hver rannsakaði þetta?“ Samkvæmt heimildum Vísis var Karl Steinar afar hvass og ákveðinn á fundinum, barði í borð og enginn líklegur til að hreyfa við andmælum eða spyrja spurninga. Niðurstaðan var skýr. Menn ættu að hætta að ræða þetta og halda aftur til vinnu. Rúmum þremur árum síðar, í fyrravor, steig meirihluti starfsmanna fíkniefnadeildar loks sameinaður fram, fór framhjá Aldísi og til Friðriks Smára með kvartanir sínar. Friðrik Smári gerði lítið úr athugasemdunum í yfirlýsingu til Vísis í janúar, sagði að aðeins tveir lögreglumenn hefðu leitað til sín. Þegar blaðamaður spurði hann nánar út í málið viðurkenndi hann að annar þeirra hefði komið fram fyrir hönd fleiri kollega sinna. Þegar lögreglumennirnir fengu engin viðbrögð frá Friðriki Smára leituðu þeir til ríkislögreglustjóra og skömmu síðar var lögreglufulltrúinn færður úr deildinni. Rannsókn á hans máli hófst svo formlega 11. janúar síðastliðinn og stendur yfir. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar. 15. febrúar 2016 07:00 Eftirlit með lögreglu: Deilt um hvort tillögur um eftirlitsnefnd gangi nógu langt „Það nægir ekki að eftirlit með lögreglu líti vel út, það verður líka að virka,“ segir formaður nefndarinnar sem skilaði tillögunum. 12. febrúar 2016 16:39 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Vitni fullyrti við lögreglu að lögreglufulltrúi sem nú sætir rannsókn héraðssaksóknara hefði þegið peningagreiðslur frá aðila sem einnig er sakborningur í sama máli. Ásakanirnar bárust inn á borð yfirmanns fulltrúans, Karls Steinars Valssonar, sem skilaði eigin greinargerð um málið til yfirmanna sinna. Hans niðurstaða var afdráttarlaus. Ekkert væri hæft í ásökunum. Fullyrti hann við starfsmenn fíkniefnadeildar snemma árs 2012 að rannsókn hefði farið fram á ásökununum en þó fór engin formleg rannsókn fram heldur aðeins hans eigin athugun á ásökunum fulltrúans, hans nánasta undirmanns. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014 og vann náið með lögreglufulltrúanum á þeim tíma.Vísir/Ernir Hefði getað kært okkur „fyrir meinsæri“ „Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að maðurinn færi á svig við lög og reglur og hann treysti honum fullkomlega í starfinu,“ sagði Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Karl Steinar skilaði greinargerð sinni til Jóns og Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns sem gerðu ekkert með athugasemdirnar. Fjórum árum síðar er lögreglufulltruinn til rannsóknar og sömuleiðis aðilinn sem átti að hafa komið að greiðslum til hans. Sá hefur við yfirheyrslur játað að fulltrúinn hafi a.m.k. einu sinni gert honum viðvart að lögreglan væri meðvituð um ræktun í húsnæði uppi á Höfða. Þegar lögreglumenn létu til skarar skríða var húsnæðið tómt. „Ef við hefðum krafist opinberlegrar rannsóknar hefði Karl Steinar sennilegast kært okkur fyrir meinsæri,“ segir Jón H.B.. Aðspurður hvort fréttastofa gæti nálgast greinargerðina sem Karl Steinar skilaði svaraði Jón því til að blaðamaður hefði engan rétt á því. Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari. Embættið fer með mál þar sem lögreglumenn eru sakaðir um refsibrot.Vísir/GVA Lögregla rannsakar áfram lögreglu Umræða um eftirlit með störfum lögreglu hefur verið hávær undanfarin misseri. Bæði er horft til þess hvert almennir borgarar geta beint athugasemdum sínum en sömuleiðis hvað gera skuli ef lögreglumenn eru grunaðir um refsiverða háttsemi. Til áramóta heyrðu slíkar rannsóknir undir ríkissaksóknara en fluttust til nýskipaðs embættis héraðssaksóknara um áramótin. Nefnd sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra skipaði í fyrra hefur lagt til að skipuð verði þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefði það hlutverk að taka á móti kvörtunum í garð lögreglumanna. Nefndin myndi fara yfir málin, vísa kvörtunum sem ekki varða brot til viðkomandi lögregluembættis en vísa kærum á hendur lögreglumönnum fyrir refsiverð brot í starfi til héraðssaksóknara. Engin breyting verður á því að lögreglumenn halda áfram að rannsaka kollega sína. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi að nýjum lögreglulögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/stefán Sjálfstætt eftirlit mun ákjósanlegra Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem til áramóta fór með rannsóknir á hendur lögreglu, segir mun ákjósanlegra að hafa sjálfstæða stofnun sem sjái um rannsókn á lögreglumönnum líkt og sé tilfellið í Danmörku til dæmis. Kim Kliver, danskur yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að það sé aldrei sett í hendur yfirmanna lögreglumanna að meta hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur undirmönnum. Málum sé vísað til óháðra aðila. „Traust og trú borgaranna hlýtur að verða meira þegar þegar það er ekki lögreglan sjálf sem er að rannsaka brotin,“ sagði Sigríður í viðtali við Spegilinn að fundi loknum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Nærvera Gríms olli titringi Hjá héraðssaksóknara starfa lögreglumenn og því verður það áfram þannig að lögreglumenn rannsaka lögreglumenn. Grímur Grímsson, yfirmaður hjá héraðssaksóknara, sagði sig frá rannsókn á máli lögreglufulltrúans á dögunum vegna þess að athugasemdir voru gerðar við komu hans að málinu vegna vanhæfis. Grímur og Karl Steinar eru nánir vinir og þótti lögreglumönnum óþægilegt að þurfa að svara spurningum hans, vitandi hve náið samband þeirra Gríms væri. Sömuleiðis eru Grímur og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður lögreglufulltrúans frá 2014, nánir vinir. Grímur steig þrátt fyrir það ekki til hliðar fyrr en tæpum þremur vikum eftir að rannsókn hófst þar sem hann kom að yfirheyrslum í málinu. Þá hafði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sent tvo tölvupósta til að láta Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara vita af titringnum sem nærvera Gríms við yfirheyrslur væri að skapa. Ólafur segir að í kjölfarið hafi Grímur sjálfur óskað eftir því að stíga til hliðar. Fram til þess virtist hann hins vegar ekki sjá neitt athugavert við að hann væri yfirmaður í viðkomandi máli. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er staddur erlendis en hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að það sé ólýðandi að lögreglumenn þurfi að rannsaka kollega sína. Hann sagði við Spegilinn á dögunum að nýja nefndin gæti helst aukið við málsmeðferðahraðann og komið í veg fyrir að mál fari í háan búnka af málum áður en hægt sé að taka þau til athugunar. Eftir stendur engu að síður að lögreglumenn rannsaki kollega sína áfram sem sé ekki gott fyrirkomulag. Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri segir að Karl Steinar hefði getað kært þá Friðrik Smára fyrir meinsæri hefðu þeir farið lengra með málið. Svo afdráttarlaus var niðurstaða greinargerðar hans. Vitnisburður flokkaður sem „sögusagnir“ Vísir spurði Jón H.B. Snorrason að því í janúar hvort ekki væri óeðlilegt að Karl Steinar framkvæmdi sjálfur athugun á alvarlegum ásökunum í garð síns nánasta undirmanns. „ Hann var bara að draga saman þessar sögusagnir og reyna að finna þeim stað,“ sagði Jón. „Það sem hér er um að ræða voru aldrei upplýsingar sem flokkast undir það að vera upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi, heldur ýmsar sögusagnir.“ Frásögn vitnis sem fullyrti að hafa orðið vitni að peningagreiðslu á milli lögreglufulltrúans og aðila í fíkniefnaheiminum voru því aðeins „sögusagnir“ sem voru slegnar útaf borðinu. Eitthvað sem yfirmaður sló útaf borðinu og gat fullyrt í greinargerð, svo afdráttarlaust, að ættu við engin rök að styðjast. Friðrik Smári og Jón eru sammála því að athugun Karl Steinars og niðurstaðan hafi verið afgerandi.Vísir/Anton Brink Athugun Karls Steinars „að öllu leyti trúverðug“ „Þetta voru ýmsar sögusagnir sem voru ekki á því „leveli“ að þær fælu í sér upplýsingar um refsiverða háttsemi og hvernig þær gætu tengst mönnum og málefnum.“ Þegar blaðamaður benti Jóni á að fyrir þessu hefðu þeir Friðrik Smári og aðrir í yfirstjórn lögreglu aðeins niðurstöðu greinargerðar Karls Steinar, yfirmanns og náins samstarfsfélaga lögreglufulltrúans til margra ára, sagði Jón: „Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi,“ segir Jón „Hún var að öllu leyti trúverðug þessi athugun, og niðurstaðan.“ Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVA Sumir fögnuðu en aðrir eitt stórt spurningamerki Óróleiki varð innan fíkniefnadeildar lögreglu þegar út spurðist að vitni hefði borið að peningagreiðslur hefðu farið á milli fulltrúans og aðila sem hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni í langan tíma. Sá óróleiki minnkaði þegar Karl Steinar fullyrti á fundi með deldinni að málið hefði verið rannsakað og sögurnar ættu ekki við nein rök að styðjast. Vísir hefur heimildir fyrir því og stendur við fyrri fréttaflutning sinn að Karl Steinar hafi fullyrt á fundinum að rannsókn hafi farið fram. Að því voru fjölmörg vitni, allir þeir sem á fundinn mættu. Viðbrögð lögreglumanna eftir fundinn voru misjöfn. Sumir fögnuðu því að tekið hefði verið á málinu með rannsókn á meðan aðrir efuðust um hvernig rannsókn gæti hafa farið fram á svo skömmum tíma. „Hann getur aldrei hafa fullyrt að rannsókn hafi farið fram,“ segir Jón H.B. og vísar til þess að orðið rannsókn hafi sérstaka þýðingu innan lögreglu. Þarna hafi verið á ferðinni athugun. Blaðamaður bendir Jóni á að einmitt þess vegna hafi starfsmenn fíkniefnadeildar verið margir hverjir í rónni vegna málsins. Aldís Hilmarsdóttir, var yfirmaður R-2, deildar hjá lögreglu sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi frá 2014 og þangað til nú í janúar þegar hún var færð til tímabundið í starfi af Sigríði Björk lögreglustjóra.Vísir Barði í borð „Ef hann hefur sagt rannsókn farið fram hefðu menn sagt, hver rannsakaði þetta?“ Samkvæmt heimildum Vísis var Karl Steinar afar hvass og ákveðinn á fundinum, barði í borð og enginn líklegur til að hreyfa við andmælum eða spyrja spurninga. Niðurstaðan var skýr. Menn ættu að hætta að ræða þetta og halda aftur til vinnu. Rúmum þremur árum síðar, í fyrravor, steig meirihluti starfsmanna fíkniefnadeildar loks sameinaður fram, fór framhjá Aldísi og til Friðriks Smára með kvartanir sínar. Friðrik Smári gerði lítið úr athugasemdunum í yfirlýsingu til Vísis í janúar, sagði að aðeins tveir lögreglumenn hefðu leitað til sín. Þegar blaðamaður spurði hann nánar út í málið viðurkenndi hann að annar þeirra hefði komið fram fyrir hönd fleiri kollega sinna. Þegar lögreglumennirnir fengu engin viðbrögð frá Friðriki Smára leituðu þeir til ríkislögreglustjóra og skömmu síðar var lögreglufulltrúinn færður úr deildinni. Rannsókn á hans máli hófst svo formlega 11. janúar síðastliðinn og stendur yfir.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar. 15. febrúar 2016 07:00 Eftirlit með lögreglu: Deilt um hvort tillögur um eftirlitsnefnd gangi nógu langt „Það nægir ekki að eftirlit með lögreglu líti vel út, það verður líka að virka,“ segir formaður nefndarinnar sem skilaði tillögunum. 12. febrúar 2016 16:39 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30
Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar. 15. febrúar 2016 07:00
Eftirlit með lögreglu: Deilt um hvort tillögur um eftirlitsnefnd gangi nógu langt „Það nægir ekki að eftirlit með lögreglu líti vel út, það verður líka að virka,“ segir formaður nefndarinnar sem skilaði tillögunum. 12. febrúar 2016 16:39
Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22