Nú reykja aðeins tíu prósent þjóðarinnar Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ungt fólk er núorðið mjög ólíklegt til að reykja að staðaldri. nordicphotos/afp Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45 til 54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja er töluverð meðal landsmanna og þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára. Í þessum aldurshópi er athyglisvert hve lítill munur er á ölvunardrykkju milli karla og kvenna. Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka hins vegar tvöfalt oftar en konur í sama aldurshópi. Um helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig í samræmi við ráðleggingar og er það sambærilegt við fyrri kannanir á hreyfingu. Áhyggjuefni er hins vegar að umtalsverður hluti landsmanna hreyfir sig lítið sem ekkert. Íslendingar meta andlega heilsu sína almennt góða og meirihluti þeirra telur sig vera hamingjusaman. Þá segist meirihluti fá nægilegan svefn en þó er áhyggjuefni hve stór hluti karla fær að jafnaði of lítinn svefn. Sömuleiðis er streita meðal íslenskra kvenna áhyggjuefni, en um þriðjungur kvenna segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, segir í frétt embættisins. Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar á dag eða oftar og fimmtungur grænmetis tvisvar á dag eða oftar. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45 til 54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja er töluverð meðal landsmanna og þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára. Í þessum aldurshópi er athyglisvert hve lítill munur er á ölvunardrykkju milli karla og kvenna. Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka hins vegar tvöfalt oftar en konur í sama aldurshópi. Um helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig í samræmi við ráðleggingar og er það sambærilegt við fyrri kannanir á hreyfingu. Áhyggjuefni er hins vegar að umtalsverður hluti landsmanna hreyfir sig lítið sem ekkert. Íslendingar meta andlega heilsu sína almennt góða og meirihluti þeirra telur sig vera hamingjusaman. Þá segist meirihluti fá nægilegan svefn en þó er áhyggjuefni hve stór hluti karla fær að jafnaði of lítinn svefn. Sömuleiðis er streita meðal íslenskra kvenna áhyggjuefni, en um þriðjungur kvenna segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, segir í frétt embættisins. Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar á dag eða oftar og fimmtungur grænmetis tvisvar á dag eða oftar.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira