Ólafur Ragnar á leið á EM: Hætti að spá eftir jafnteflið gegn Frökkum '98 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 18:04 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi annað kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“