LeBron svaraði skvettubróður en fékk í staðinn skot frá konu Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:00 Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira