Blaðamaður Moggans um EM-umfjöllun Símans: „Þetta er bara lélegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 11:13 „Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
„Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira