Fótbolti

Pique bjargaði Spánverjum | Sjáðu markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cech að bjarga Tékkum einu sinni sem oftar í dag. Stórleikur hans dugði ekki til á endanum.
Cech að bjarga Tékkum einu sinni sem oftar í dag. Stórleikur hans dugði ekki til á endanum. vísir/afp
Evrópumeistarar Spánverja byrja Evrópumótið í Frakklandi vel. Þeir unnu Tékka, 1-0, en sigurmarkið lét bíða eftir sér.

Spánverjar voru sterkari strax frá fyrstu mínútu. Þeir hófu strax stórsókn að marki Tékka en þar hittu þeir fyrir Petr Cech, markvörð Tékka. Sá var í banastuði.

Hann varði bókstaflega allt sem á markið kom og það var því markalaust í leikhléi.

Sama uppskrift var í boði í síðari hálfleik. Spánverjar sóttu en Tékkar vörðust vel. Þeir fengu þó sín færi um miðjan hálfleikinn og Spánverjar vörðu meðal annars einu sinni á línu frá þeim.

Sóknir Spánverja þyngdust eftir því sem leið á leikinn og þrem mínútum fyrir leikslok átti Iniesta gullsendingu inn fyrir vörnina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Gerard Pique, stangaði í netið af stutti færi.

Tékkar voru næstum búnir að jafna í uppbótartíma en David de Gea varði vel í spænska markinu. Það var annars lítið að gera hjá honum í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×