Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2016 13:30 Frá flóttamannabúðum í Líbanon. Vísir/EPA Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira