Stéttarfélög að drukkna í málum sem snúa að ferðaþjónustu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2016 21:45 Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Vísir/Pjetur Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira