Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 13. september 2016 11:30 Sigmundur á Bessastöðum 7. apríl 2016 þegar hann lét af embætti og Sigurður Ingi Jóhannson tók við. Vísir/Anton Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. Í ræðunni minntist hann jafnframt á boð sem hann hafi fengið í bjálkahús þegar hann var á ferð í Norður-Dakóta en Sigmundur lagði á laugardaginn út af ræðu sinni á flokksþingi Framsóknar í fyrra þar sem hann sagði kröfuhafana hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um meðal annars stjórnmálamenn og blaðamenn. Vísir fer hér yfir atburðarásina sem tengja má við þessar yfirlýsingar allt frá því að Sigmundur Davíð fór til Norður-Dakóta í ágúst 2013 og til dagsins í dag.2-6. ágúst 2013. Sigmundur Davíð og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eru heiðursgestir á Íslendingahátíðum sem haldnar voru í Gimli í Manitoba og Mountain í Norður-Dakóta, og taka þar þátt í hátíðarhöldum. Á sama tíma er Sigmundi, að eigin sögn, boðið að hitta ótilgreinda menn í bjálkahúsi á afviknum stað í N-Dakóta í Bandaríkjunum þar sem ekkert símasamband er. Væri markmiðið að leysa málin þannig að allir gætu verið sáttir líkt og haft var eftir Sigmundi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.10. apríl 2015. „Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála.“ Þetta segir Sigmundur Davíð á 33. flokksþingi Framsóknarmanna sem hefst þennan dag. Segir hann einnig að reglulega hafi verið skrifaðar „leyniskýrslur“ fyrir kröfuhafana, þar sem upplýsingar eru veittar um gang mála á Íslandi. Í stjórnmálum, opinberri umræðu, fjármálakerfinu og svo framvegis.12.apríl 2015. Steinunn Guðbjartsdóttir, þáverandi formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng.1. apríl 2016. Óskað er eftir því að Rekstarfélag stjórnarráðsins að tölva Sigmundar Davíðs verði skoðuð vegna „rökstudds gruns hans um mögulegt innbrot“ í tölvuna. Við ítarlega leit fundust ekki staðfest ummerki að innbrot hafi átt sér stað líkt og Vísir hefur fengið staðfest.3. apríl 2016. Viðtal Jóhannes Kr. og Sven Bergman við Sigmund Davíð birt í sérstökum Kastljós-þætti. Upplýsingar úr Panama-skjölunum sýna fram á tengsl Sigmundar Davíðs og annarra íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum.5. apríl 2016. Sigmundur Davíð segir af sér sem forsætisráðherra eftir fjölmenn mótmæli almennings vegna þeirra uppljóstrana sem koma fram í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi Jóhannson, varaformaður Framsóknarflokksins tekur við embætti forsætisráðherra og á næstu dögum mynda Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nýja ríkisstjórn.10. september 2016. Sigmundur Davíð lýsir því yfir á haustþingi Framsóknarmanna á Akureyri að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Greinir hann einnig frá því að ótilgreindir menn hafi, árið 2013, komið að máli við sig og sagst vita að hann ætli að taka þátt í hátíðarhöldum Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta. Þeir hafi boðið honum að hitta sig í bjálkahúsi á afviknum og einangruðum stað til þess að leysa málin.12. september 2016. Embætti Ríkislögreglustjóra staðfestir við Vísi að embættinu hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu forsætisráðherra. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins segist hafa móttekið beiðni um að rannsaka tölvu Sigmundar Davíðs þann 1. apríl síðastliðinn en engin staðfest ummerki um innbrot hafi fundist eftir ítarlega skoðun rekstrarfélagsins. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir það alvarleg tíðindi að reynt sé að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra. Eðlilegt hefði verið að kalla til samráð hóps sem hafi með öryggismál ríkisins að gera til þess að fara yfir málin. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar spyr hvort nýstofnað Þjóðaröryggisráð muni taka málið til skoðunar. Utanríkisráðherra segir að skoðað verði hvort ráðið verði kallað saman. Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni segir Sigmundur að hann hafi ekki tilkynnt innbrotið til lögreglu því hann vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti. Segir hann að honum hafi borist póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem hann þekkti. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. Í ræðunni minntist hann jafnframt á boð sem hann hafi fengið í bjálkahús þegar hann var á ferð í Norður-Dakóta en Sigmundur lagði á laugardaginn út af ræðu sinni á flokksþingi Framsóknar í fyrra þar sem hann sagði kröfuhafana hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um meðal annars stjórnmálamenn og blaðamenn. Vísir fer hér yfir atburðarásina sem tengja má við þessar yfirlýsingar allt frá því að Sigmundur Davíð fór til Norður-Dakóta í ágúst 2013 og til dagsins í dag.2-6. ágúst 2013. Sigmundur Davíð og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eru heiðursgestir á Íslendingahátíðum sem haldnar voru í Gimli í Manitoba og Mountain í Norður-Dakóta, og taka þar þátt í hátíðarhöldum. Á sama tíma er Sigmundi, að eigin sögn, boðið að hitta ótilgreinda menn í bjálkahúsi á afviknum stað í N-Dakóta í Bandaríkjunum þar sem ekkert símasamband er. Væri markmiðið að leysa málin þannig að allir gætu verið sáttir líkt og haft var eftir Sigmundi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.10. apríl 2015. „Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála.“ Þetta segir Sigmundur Davíð á 33. flokksþingi Framsóknarmanna sem hefst þennan dag. Segir hann einnig að reglulega hafi verið skrifaðar „leyniskýrslur“ fyrir kröfuhafana, þar sem upplýsingar eru veittar um gang mála á Íslandi. Í stjórnmálum, opinberri umræðu, fjármálakerfinu og svo framvegis.12.apríl 2015. Steinunn Guðbjartsdóttir, þáverandi formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng.1. apríl 2016. Óskað er eftir því að Rekstarfélag stjórnarráðsins að tölva Sigmundar Davíðs verði skoðuð vegna „rökstudds gruns hans um mögulegt innbrot“ í tölvuna. Við ítarlega leit fundust ekki staðfest ummerki að innbrot hafi átt sér stað líkt og Vísir hefur fengið staðfest.3. apríl 2016. Viðtal Jóhannes Kr. og Sven Bergman við Sigmund Davíð birt í sérstökum Kastljós-þætti. Upplýsingar úr Panama-skjölunum sýna fram á tengsl Sigmundar Davíðs og annarra íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum.5. apríl 2016. Sigmundur Davíð segir af sér sem forsætisráðherra eftir fjölmenn mótmæli almennings vegna þeirra uppljóstrana sem koma fram í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi Jóhannson, varaformaður Framsóknarflokksins tekur við embætti forsætisráðherra og á næstu dögum mynda Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nýja ríkisstjórn.10. september 2016. Sigmundur Davíð lýsir því yfir á haustþingi Framsóknarmanna á Akureyri að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Greinir hann einnig frá því að ótilgreindir menn hafi, árið 2013, komið að máli við sig og sagst vita að hann ætli að taka þátt í hátíðarhöldum Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta. Þeir hafi boðið honum að hitta sig í bjálkahúsi á afviknum og einangruðum stað til þess að leysa málin.12. september 2016. Embætti Ríkislögreglustjóra staðfestir við Vísi að embættinu hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu forsætisráðherra. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins segist hafa móttekið beiðni um að rannsaka tölvu Sigmundar Davíðs þann 1. apríl síðastliðinn en engin staðfest ummerki um innbrot hafi fundist eftir ítarlega skoðun rekstrarfélagsins. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir það alvarleg tíðindi að reynt sé að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra. Eðlilegt hefði verið að kalla til samráð hóps sem hafi með öryggismál ríkisins að gera til þess að fara yfir málin. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar spyr hvort nýstofnað Þjóðaröryggisráð muni taka málið til skoðunar. Utanríkisráðherra segir að skoðað verði hvort ráðið verði kallað saman. Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni segir Sigmundur að hann hafi ekki tilkynnt innbrotið til lögreglu því hann vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti. Segir hann að honum hafi borist póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem hann þekkti. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03