Tortryggnir á vopnahléið Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. september 2016 07:00 Sýrlenskir slökkviliðsmenn slökkva elda sem kviknuðu í loftárásum á Douma. Loftárásir stjórnarhersins á svæði uppreisnarmanna kostuðu meira en hundrað manns lífið um helgina. vísir/epa Við sólarlag í gær átti að hefjast vopnahlé í Sýrlandi. Óttast var að það rynni fljótlega út í sandinn, eins og fyrri tilraunir. Einhverjar vonir eru samt bundnar við að þetta vopnahlé geti orðið upphafið að endalokum hinnar langvinnu borgarastyrjaldar í landinu. Rússar og Bandaríkjamenn gerðu í síðustu viku með sér samkomulag, sem stjórn Bashars al Assad forseta og helstu fylkingar uppreisnarmanna tóku síðan undir. Uppreisnarhóparnir hafa þó sumir hverjir verið afar hikandi og segjast óttast að Assad forseti muni nota tækifærið til að ráðast gegn þeim. Samningurinn felur í sér að stjórnarherinn hætti árásum sínum á tiltekin svæði uppreisnarmanna og sumir hópar uppreisnarmanna láti sömuleiðis vera að herja á stjórnarherinn. Rússar áttu að sjá til þess að stjórnarher Assads stæði við sitt, en Bandaríkjamenn áttu að sannfæra þá uppreisnarhópa, sem notið hafa stuðnings þeirra, um að hafa hemil á sér. Á móti ætla Rússar og Bandaríkjamenn að taka höndum saman um hernað gegn Íslamska ríkinu og öðrum öfgasamtökum íslamista, sem ekki þykja líkleg til að fallast á friðsamlegar lausnir á átökunum. Hjálparstofnanir segja síðan öllu skipta að geta komið hjálpargögnum til íbúanna. Það hefur gengið afar erfiðlega um langa hríð. Verst er ástandið í austurhluta Aleppo-borgar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi en stjórnarher Assads situr um og gerir linnulítið loftárásir á. Stjórnarher Assads gerði harðar loftárásir á nokkur svæði uppreisnarmanna alveg fram á síðustu stundu. Meira en hundrað manns létu lífið í þeim árásum. Rússneski herinn gerði einnig loftárásir á uppreisnarmenn um helgina. Assad forseti sagðist enn vera staðráðinn í að ná öllu landinu á sitt vald á ný. Allt þetta hefur ýtt undir tortryggni uppreisnarmanna. Þá bendir fátt til þess að tyrkneski herinn ætli að hætta árásum á hersveitir Kúrda í Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fimm ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið helming þjóðarinnar burt af heimilum sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34 Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Við sólarlag í gær átti að hefjast vopnahlé í Sýrlandi. Óttast var að það rynni fljótlega út í sandinn, eins og fyrri tilraunir. Einhverjar vonir eru samt bundnar við að þetta vopnahlé geti orðið upphafið að endalokum hinnar langvinnu borgarastyrjaldar í landinu. Rússar og Bandaríkjamenn gerðu í síðustu viku með sér samkomulag, sem stjórn Bashars al Assad forseta og helstu fylkingar uppreisnarmanna tóku síðan undir. Uppreisnarhóparnir hafa þó sumir hverjir verið afar hikandi og segjast óttast að Assad forseti muni nota tækifærið til að ráðast gegn þeim. Samningurinn felur í sér að stjórnarherinn hætti árásum sínum á tiltekin svæði uppreisnarmanna og sumir hópar uppreisnarmanna láti sömuleiðis vera að herja á stjórnarherinn. Rússar áttu að sjá til þess að stjórnarher Assads stæði við sitt, en Bandaríkjamenn áttu að sannfæra þá uppreisnarhópa, sem notið hafa stuðnings þeirra, um að hafa hemil á sér. Á móti ætla Rússar og Bandaríkjamenn að taka höndum saman um hernað gegn Íslamska ríkinu og öðrum öfgasamtökum íslamista, sem ekki þykja líkleg til að fallast á friðsamlegar lausnir á átökunum. Hjálparstofnanir segja síðan öllu skipta að geta komið hjálpargögnum til íbúanna. Það hefur gengið afar erfiðlega um langa hríð. Verst er ástandið í austurhluta Aleppo-borgar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi en stjórnarher Assads situr um og gerir linnulítið loftárásir á. Stjórnarher Assads gerði harðar loftárásir á nokkur svæði uppreisnarmanna alveg fram á síðustu stundu. Meira en hundrað manns létu lífið í þeim árásum. Rússneski herinn gerði einnig loftárásir á uppreisnarmenn um helgina. Assad forseti sagðist enn vera staðráðinn í að ná öllu landinu á sitt vald á ný. Allt þetta hefur ýtt undir tortryggni uppreisnarmanna. Þá bendir fátt til þess að tyrkneski herinn ætli að hætta árásum á hersveitir Kúrda í Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fimm ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið helming þjóðarinnar burt af heimilum sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34 Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18
ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34
Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34
Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33