Rafbækur hafa ekki mikil áhrif á útgáfu bóka Sæunn Gísladóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna höfðu lesið bók í prentformi á síðasta ári samkvæmt rannsókninni. vísir/getty Undanfarinn áratug hafa stafrænar vörur og efnisveitur leyst hefðbundnar vörur af hólmi. Má þar nefna efnisveitur fyrir tónlist og kvikmyndir í stað geisladiska og DVD-diska, sú þróun virðist þó ekki vera að eiga sér stað þegar kemur að bókum, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Ný rannsókn Pew Research sýnir að á síðasta ári lásu 65 prósent Bandaríkjamanna bók á prentformi en einungis 28 prósent lásu rafbók. Svo virðist sem neytendur vilji enn þá þreifa á prentuðum blaðsíðum við lestur bóka. Þetta gæti útskýrt áframhaldandi sölu hjá bandarískum bóksölum þrátt fyrir lægra verð á rafbókum. Frá 2011 til 2014 jókst lestur á rafbókum úr sautján í tuttugu og átta prósent, hins vegar hefur engin aukning orðið síðan þá. Aukinn aðgangur að ódýrari rafbókum virðist ekki heldur hafa ýtt undir meiri lestur hjá Bandaríkjamönnum. Í grein Business Insider um málið eru færð rök fyrir því að ef til vill hafi rafbækur ekki drepið markaðinn fyrir hefðbundnar bækur einmitt vegna þess að Bandaríkjamenn lesi ekki margar bækur á ári til að byrja með, eða um fjórar á ári. Því skipti lægra verð á rafbókum minna máli en lægra verð á tónlist og kvikmyndum með efnisveitum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa stafrænar vörur og efnisveitur leyst hefðbundnar vörur af hólmi. Má þar nefna efnisveitur fyrir tónlist og kvikmyndir í stað geisladiska og DVD-diska, sú þróun virðist þó ekki vera að eiga sér stað þegar kemur að bókum, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Ný rannsókn Pew Research sýnir að á síðasta ári lásu 65 prósent Bandaríkjamanna bók á prentformi en einungis 28 prósent lásu rafbók. Svo virðist sem neytendur vilji enn þá þreifa á prentuðum blaðsíðum við lestur bóka. Þetta gæti útskýrt áframhaldandi sölu hjá bandarískum bóksölum þrátt fyrir lægra verð á rafbókum. Frá 2011 til 2014 jókst lestur á rafbókum úr sautján í tuttugu og átta prósent, hins vegar hefur engin aukning orðið síðan þá. Aukinn aðgangur að ódýrari rafbókum virðist ekki heldur hafa ýtt undir meiri lestur hjá Bandaríkjamönnum. Í grein Business Insider um málið eru færð rök fyrir því að ef til vill hafi rafbækur ekki drepið markaðinn fyrir hefðbundnar bækur einmitt vegna þess að Bandaríkjamenn lesi ekki margar bækur á ári til að byrja með, eða um fjórar á ári. Því skipti lægra verð á rafbókum minna máli en lægra verð á tónlist og kvikmyndum með efnisveitum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þjóðverjar geta ekki keypt erótískar rafbækur hvenær sem er Bóksalar geta átt von á rúmlega 7 milljóna króna sekt fari þeir ekki eftir reglum um sölutíma erótískra rafbóka. 24. júní 2015 08:00