Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2016 18:38 Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir. Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir.
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04