Ítalska liðið Inter komst loksins á blað í Evrópudeildinni í kvöld er það tók á móti Southampton.
Inter vann leikinn 1-0 þökk sé marki Antonio Candreva á 67. mínútu. Inter var manni færra síðustu 13 mínútur leiksins er Marcelo Brozovic var rekinn af velli. Það slapp þó til.
Inter er sant enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig en Southampton er með fjögur eins og Hapoel Beer Sheva. Sparta Prag er á toppnum með sex stig.
